Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 4
76
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
og leita hann þar uppi. Kvaðst Kúkilló skyldi
þar taka að sér að senda honum þá sendingu,
er honum riði að fullu. Riðu þeir svo á stað
þessara erinda, en mæltu sér mót við hina á
ákveðnuin stað dagirm eftir. Pedró Díaz átti
að hafa forustu þeirra, er á eftir kæmu.
* * * *
* * * * .*
Bois-Róse sat og horfði á Tíbúrsió sem
áður. «Það er einmitt aldurinn, sem hann ætti
að vera á,» sagði liann; «en hver er maður til
að þekkja aftur fjögra vetra barn eftir tuttugu
ár? en forlögin hafa flækt mér fram og aftur
eins og leikhnetti, og eg hefi svo lengi lifað í
náttúrunni sjálfri, að eg efast ekki um almætti
forsjónarinnar. Og gæti hún þá ekkigert eittjar-
teiknið enn? Jarteikn var það, að eg skyldi
finna barnið í bátnum, dauða nær af hungri
og kulda, á brjóstum mvrtrar móður. Hver
veit? Guðs vegir eru óransakanlegir!»
Svo hélt hann lengi áfrain að tala við sjálf-
an sig og brosti við. Liðnir tímar liðu fram
hjá augum hans. Einn viðburðurinn rak annan;
hann leit við og við til hins unga manns og
horfði á hann lengi, og gleði- og ánægjusvip
brá þá yfir hið stórgerða, andlit hans.
Lesandiun hefir víst kannazt við mennina:
varðþjóninn frá ströndinni við Elankóvi og há-
setann, sem annaðist Fabian á skipinu. Peir
voru nú orðnir lagsbræður í fjarlægri heims-
álfu. Pó vissi Bois-Róse ekki, að Pepe ,var
maðurinn, setn honum þótti klaufvirkastur með
að fara með byssuna við Elankóvi. Pepe hafði
heldur aldrei talað uni það, enda hvorugur
mikið minst á fyrri daga. Og þó höfðu þeir
nú verið sarnan í skógunum um tíu ár.
Tíbúrsió Arellanos hafði nú sofið góðar
sex stundir; nú vaknaði hann, reis upp við
olboga og leit forviða í kringum sig.
«Nú? hress og brattur aftur?» sagði Kan-
adarinn góðlega.
Tíbúrsió játti því brosandi. «Eg er stálfrísk-
ur,« sagði hann, spratt upp og teygði sig.
»Nú má vona eg bjóða yður matarbita,»
sagði Bois Róse.
Tíbúrsió tók því með þökkum, settist við
eldinn og fór að borða ketið með beztu
lyst. Bois-Róse horfi á hann með með mestn
ánægju.
«Eg heyrði sagt frá því í fyrrinótt við vatns-
bólið> sagði hann svo, er Tíbúrsió hafði borð-
að sig saddan, «að einn af ferðamönnunum
hefði fundið yður hálfdauðan í eyðimörkinni
— mig minnir að þeir kölluðu hann Kúkilló.«
«Pað er rétt« svaraði Tíbúrsió «og þess-
um sama Kúkilló á eg að þakka þetta sár,
sem þér bunduð um.»
«Hvernig getur það verið?» sagði Kanad-
arinn undrandi, «menn eru þó sjaldan vanir að
bjarga mönnum úr lífsháska til þess að drepa
þá rétt á eftir.»
»Eg átta mig ekki heldur vel á því, en
býst við því, að hann hafi þekt mig á eftir,
og þá er skiljanlegra að hann hafi viljað fyrir-
koma mér. En lil þess að gera það Ijóst, yrð
eg að segja brot úr æfisögu minni . . . Má eg
það? . . . Eg er einstæðingur, og mér lízt svo
á yður, að eg finn eg laðast að yður fremur
en nokkrum mönnum öðrum á æfi miuni, . .
. . en það kemur ef til vill af því, að mér
finst eg vera svo hræðilega einn og einmana,»
sagði hann lágt og raunalega.
«Trúið mér þá fyrir yður og málum yðar,»
svaraði Bois-Róse hlýlega. «Pér hafið líka —
eg játa það, gert mikil áhrif á mig. Við að
sjá yður, hafa rifjazt upp fyrir mér gamlir at-
burðir úr æfi minni og . . . . en segið mér
frá!»
«Eg heiti Tíbúrsió Arellanos,» sagði pilt-
urinn og horfði beint inn í eldinn, «og faðir
minn var gullfari. Hann er dáinn fyrir einu
ári, en móður rnína misti eg rétt nýlega.»
Svo sagði Tíbúrsió frá því, sem vér mun-
um eftir úr frásögu munksiris, heimilisprests
Don Agústíns Pena — að móðir sín hefði ver-
ið sannfærð um, að förunautur manns hennar
hefði myrt hann, til þess að vera einn um
gullstöðina, en faðir sinn hefði látið eftir upp-