Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Síða 7
GULLFARARNIR.
79
hræddur. Og maðurinn, sem eg mintist á við
yður, niaðurinn, seni elskaði mig .... Bíðum
við . . . kom til mín . . . ogsagði:<> Beygðu
kné þín og biddu fyrir henni móður þinni»
.... meira mau eg ekki hvað hann sagði.»
»Kanadarinn hélt sér en út í skugganum;
hann kiptist við sem af þungum ekka. Tíbúrsió
hrökk saman, því Kanadarinn bætti við og
sagöi:
« . , . móðir þinni, sem eg fann dauða
við hliðina á þér.»
«Já, svona var það— þessi orð voru það!
. . . En hver getið þér verið, sem vitið svo
vel um þessa óttalegu stund ?« Tíbúrsió spratt
upp.
Kanadarinn stóð upp, án þess að segja
nokkurt orð, beygði kné sín og hrópaði í of-
urgleði sinni, en tárin runnu niður eftir kinn-
unum :
«Eg vissi það, góði guð, að þú mundir
einhverntíma senda hann til mín aftur, þegar
hann þyrfti föður með. Fabían! Fabían, það
.var eg .... eg var þessi maður ...»
En cétt í sömu svifunum brá fyrir leiftri,
skot skall við og kúla flaug rétt fratn hjá Fa-
bían og skall í jörðina.
Pepe spratt upp eins og elding. Báðir þrifu
þeir óðara til byssna sinna.
'iRetta skot var mér ætlað!« sagði Tibúrsió.
«Eða mér þá.!» svaraði Pepe; -;eg hefi
heyrt það, sem þið voruð að tala um, og af
því eg var ekki alveg utan við þetta, sem gerð-
ist í Elankóvi ...»
»Hvað? við Elankóvi,» sagði Kanadarinn,
«þú veizt . . .«
»Enginn tími til að tala um það nú, en
þið ráðið nú samt ekki úr þessum vandamál-
um nema tneð minni hjálp, en nú er víst bú-
inn að finna unga greifann. En það verður
nú að bíða. Pú þarna, Bois-Róse, gáttu beint
í áttína, sem skotið kom úr. Við hérna hinir
skulum fara hinumegin, ef fanturinn kynni að
læðast í kring.»
Og svo fóru þeir sinn í hverja áttina.
Allir fuglar liöfðu hætt að kvaka af hræðslu
við skotið. Ekkert annað heyrðist en brak í
þurrum greinunum undir fótum mannanna og
þyturinn í morgunblænum hátt upp í skógar
toppunum.
Pepe og Fabían—vér ætlum að kalla Tí-
búrsíó því nafni héðan af — lögðust þar í fyr-
irsát. Tóku þeir tal saman, og reyndi Pepe að
fá hann til að muna eitthvað meira en það,
sem hann hafði sagt Kanadaranum; «því þessi
maður,« sagði hann, «sem tók yður upp á
arma sína í bernsku, veit ekkert meir en þér
. . . en það veit eg. *
«Svo segið þér það þá í guðsbænum,» hróp-
aði Fabían.
«Heldur lægra!» sagði Pepe, »fjandmaður
ættar yðar er hér á næstu grösum í skóginum,
þótt auður sé. Pað getur að sönnu skeð hann
hafi ekki þekt yður . . . eg gerði það ekki
heldur fyrst í stað.«
«Nú, hann, hvaða hann?« kallaði Fabían.
»Hann, mannfjandinn, sem myrti hana móð-
ur yðar og stal svo frá yður titlunum, auð-
num og nafninu.»
«Er eg þá auðugur og af göfugum ætt-
um?>- svaraði Fabían.
»Já, eg held það og vil það,» sagði Pepe
«en blóðið hefir hann ekki getað tekið úr yð-
ur, þótt auðurinn sé farinn.»-
«Hvað gerir það?» sagði Fabían.
«Pað gerir mikið til, En eg þekki tvo
menn, sem ætla að útvega yður alt þetta aftur,
eða deyja ella.»
«Og móðir mín?» sagði Fabín.
«Ja, herra Fabian, umhugsunin um móður
yðar og yður hefir haldið vöku fyrir öðrum
þeirra marga nóttina. Hann hefir heyrt angist-
arópið hennar óma í eyrum sér í næturkyrð-
inui, skógardjúpunum og vindþytnum, . . , .
hann hélt fyrst jsað væri vindþyturinn, þegar,
hann heyrði það óp . . . . það var dauðaóp
aumingja móður yðar.»
«Um hvern eruð þér nú að tala?» sagði
Fabian.
«Um mann, sem hjálpaði morðingjum móð-
ur yðar til, án þess að vita af því. En bölvið