Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Side 14

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Side 14
86 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. vafamálin og jafnvel komin lengra stundum. Svo hrökk hún upp úr hugsunum sínuni eins og við vondan draum,og reyndi þó að hrinda þeim frá sér af öllu afli. Og hún ásetti sér að þjóta á fætur úr rúminu og gera með því skjótan enda á öllum þessum heimsku hugs- unum. En samt lá hún kyr. Var hún kannske reið, — hafði hún fengið það upp úr ferðalaginu ofan áalt annað? Hún fann, að sér var ilt í höfði og eitthvert mátt- leysi í henni allri. Rað var ekki sjálfrátt, hvað hún átti bágt rneð að komast á íætur. Nú var rjálað við hurðarhandfangið að framan. Rorgerður hrökk við og settist upp í rúminu. Hurðin var opnuð í hálfa gátt og Gunnar litli gægðist inn í húsið, rjóður í framan og bústinn. Hann horfði þegjandi á mömmu sína í rúminu, eins og hann væri hissa. «Komdu inn, drengur, og láttú aftur hurð- ina!» sagði Rorgerður í lágum hljóðum. Hún kiptist til í rúminu —það sló að henni kulda. Gunnar iitli kom inn á mitt gólfið, en gleymdi að loka hurðinni. «PSbbi bað mig að segja þér, að piltarnir þyrftu strax að fá mat- irin; þeir eiga að fara fram á stekk og rýja geldféð, sem kom framan úr Tungusveit í nótt.» Svo sneri hann við og fram í dyrnar. — »Heyrðu, Gunnar!«' kallaði móðir hans á eftir honum, «farðu fram fyrir mig og segðu henni Borgu, — nei, það er annars bezt að láta það vera —það þarf ekki, og þú mátt fara, Gunnar.» Hann fór og skildi húsið eftir galopið. Hún varpaði sænginni upp í liorn og settist framan á og fór að tína utan á sig fötin. Hendurnar skulfu dálítið, þegar hún reimaði að sér bol- inn; í kinnunum voru rauðir flekkir.. Regar hún var búin að klæða sig, leitaði hún stundarkorn að einhverju í fatahrúgu á borðinu og samanbrotnum þvotti, sem lá á kistu við vegginn. Svo tók hún stóra, Ijósgráa ullarhyrnu sem hékk á nagla á fremra stafni rétt við súðina, og lét hana á sig og gekk fram. , Yngri börmn komu í þvögu utan um hana í frambaðstofunni. Rað var ekki sjón að sjá þau eftir öll lætin, fötin öll í ólagi, sokkarnir um ristarnar, og Helga litla, sú yngsta, ber- fætt á öðrum fæti. Þorgerður fór að laga fötin á hinum. Svo fór hún að leita að sokk og skó Helgu litlu. «Hvað hafið þið getað gert við skóinn og sokkinn, krakkar?» sagði hún, þegar hún hafði leitað um stund meðfram rúmunum og undir þeim. «Me veit etti — é vi a dada mi!« sagði Helga og hékk í mömmu sinni. «Egtek þig ekkert, stelpa, nema þú komir með sokkinn,» sagði Rorgerður og byrsti sig. «Ójú, ójú — dadda dadda mi!- hljóðaði Helga og stappaði í gólfið og ætlaði að fara að gráta. Rorgerður varð að láta undan. Hún tók hana og bar hana á handleggnum um bað- stofuna meðan hún ieitaði að sokknum. í þessum svifum kom Sigmuudur inn úr baðstofudyrunnm. Hann var þreklega vaxinn og knappaxla og dálítið boginn í herðum, kinnbeinahár og breiðleitur. Hann var skoljarpur á hár og hékk hárið niður á ennið, skeggið var rauit á lit, þ'ykt og breitt en ekki sítt. Augun grá og lágu djúpt. Hann nam staðar rétt fyrir innan hurðina og horfði kuldalega á konu sína. «Skilaði Gunnar litli engu til þín?» sagði hann rólega. «Jú, — og eg var núna á leiðinni fram, en eg tafðist við krakkana, þegar eg kom fram- fyrir, — þú hefðir átt að sjá útganginn á þeim.» «Krakkana? — kannske það sé krökkunum að kenna — þetta!« svaraði hann og lagði áherzlu á síðasta orðið. Rorgerður svaraði engu, en lagði barnið frá sér á gólfið. Svo gekk hún þegjandi fram. Sigmundur gekk upp í húsdyrnar og leit snöggvast inn fyrir. Svo hallaði hann hurðinni að stöfunum, tók tindakassa ofan af hillu uppi yfir dyrunum, settist á rúm fyrir framan og fór

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.