Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Page 16
88
NÝJAR KVÖDLVÖKUR.
og skelti baðstofuhurðinni hart á eftir sér. Sig-
mundur sagði ekkert, en hélt áfram að tálga.
Eftir dálitla stund heyrði hann einhvern
hávaða fyrir sunnan bæinn. Hann leit út um
gluggann og sá, hvar Stína hljóp suður götu
með fötu í hendinni.
Hann opnaði gluggann ogkallaði eftir henni.
Hún nam staðar og leit við. «Mér var sagt
að fara fram á stekk með mat handa piltun-
um,» svaraði hún.
«Þess þarf ekki — þeir verða ekki svo
lengi.».
«Já — en mér var sagt að fara,» svaraði
Stína og ætlaði að halda áfram.
< En eg segi þér nú að fara ekki,» sagði
Sigmundur og hækkaði dálítið róminn. «Ress
þarf ekki — það yrði bara ómakið.»
Stínavar í hálfgerðum vandræðum. Samtsneri
hún aftur og labbaði heim fremur ólundarleg
á svipinn.
----— Rorgerður keptist við vinnu sína
um daginn. Hún var ekki í rónni, nema láta
eitt verkið taka við af öðru; með því móti
reyndi hún að bægja frá sé/þeint hugsunum
og óróleika, sem ásótti hana.
En um kvöldið, þegar hægðist um í bæn-
urn, börnin voru háttuð og sofnuð og fólkið
í þann veginn að hátta líka, þá fann hún, að
sér hefði ekki tekizt að yfirstíga misfellurnar
<j sama hátt og áður, eða sefa sjálfa sig, þeg-
ar eitthvað kom fyrir. Og kvöldið næsta á und-
an þrengdi sér fram í huga hennar; hún sá
hvamminn sinn gamla eins og töfrandi mál-
verk fyrir framan sig. Hún fann, að hún varð
að láta undan —að hún mátti til að brjóta heil-
ann um þetta, þó að það yrði bara til kvalar,
Hún varð að finna einhverja úrlausn; þetta á-
stand var óþolandi.
Svo gekk hún fram, svo að lítið bar á, og
upp á stofuloft. Þar settist hún á kassa og
huldi andlitið í höndum sér.
Fyrst fór hún að rifja upp fyrir sér það,
sem gerzt hefði um morguninn, og henni gat
ekki liðið það úr minni, hvað Sigmundur var
ósanngjarn og ónotalegur. Hann hlaut þö að
vita, að hún hafði komið seint heim og að
hún mundi vera þreytt —og jafnvel hugsa, að
hún væri kannske lasinn, úr því að hún fór
ekki á fætur eins og hún var vön. Og ekki
var það svo oft, sem hún fór að heiman, að
hann þyrfti að sjá ofsjónum yfir því. En í stað-
inn fyrir að tala við hana nokkur orð, þá laum-
ast hann á fætur fyrir allar aldir —hún vissi svo
sem þegar hann fór, — og koma henni síðan
á þennan hátt í skilning um, að hún hefði
vanrækt skyldu sína. — Auðvitað hefði hún
aldrei ált að fara þetta í gær; það hefði á-
reiðanlega verið lahg-affarasælast. Rá hefði hún
verið laus við þessar áhyggjur og óþægindi.
Og hvaða dæmalaus fyrirmunun gat þetta ver-
ið á henni, að láta leiðast út í þennan hugs-
ana-hringlanda og fara að rifja upp fyrir sér
liðna daga. Hvaða gagn var að því nú —var
ekki bezt að láta það alt eiga sig og hugsa
bara um að sinna skylduverkum sínum róleg
og einbeitt? Ekki mundi verða Iéttara að leysa
þau af hendi, ef einhverjir draumórar færu að
fá yfirhönd yfir henni, það hafði hún fundið bezt
í dag. Nei, það var um að gera að lifa í þeim
heimi og verkahring, sem hún átti nú heima
í, og lifa fyrir hann, ------og þá var líka um
að gera að útrýma öllu, sem gat truflað þau
áform og spilt því starfi, —En hvernig gat þá
staðið á þessu uppátæki að sleppa sér út í
þessar hugsanir nú, það sem var þó í raun-
inni svo fjarlægt henni, síðan hún stiltist og
komst í alvöru lífsins? Var hún aðverðageð-
veik eða hvað? Vonandi að guð gæfi að svo
væri ekki. — Óskiljanleg var hún, þessi við-
kvæmni hennar i morgun fyrir ónærgætni Sig-
mundar, — þetta var ekkert nýtt; hún mundi
eftír svo mörgu, sem var líkt þessu, og sjálf
var hún kannske ekkert betri í þeim sökum —
hún vildi að minsta kosti ekkert um það dæma.
Líklega var nú þetta sprottið af því, að hugur
hennar var í svo miklu uppnámi frá því í gær-
kvfeldi. Og þá kom hún enn þá einu sinni að
sömu ráðgátunni: Hversvegna komst hún í
þessar hugleiðingar, og einkum —hvaða ósjálf-
ræði var þetta, sem gre'ip hana, þegar hún