Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Blaðsíða 21
ÞÆTTIR. 93 fréttu að Samorim — svo var keisarinti |»ar í Kalikút nefndur— hefði frétt til komu þeirra, og boðað þá á sinn fund. Gama var fyrst á tveim áttum, hvort hann ætti að taka boðinu, en þó varð það úr, að hann fór í bát með tólf úrvals sjómönnum; voru fallbyssur á bátnum. Þegar á land kom, beið hans þar sendimaður frá Samorim, og varð hann þar að stíga upp í burðarstól, allan gullbúinn og með gullofn- um tjöldum; var svo haldið til hallar konungs. Því nær sem kom höll konungs, því þéttari varð manngrúinn, er safnaðist saman utan um þá, því að þeim var nýtt um slíka sjón. Regar nær kom höllinni stóðu hermenn keisarans þar í röðum beggja vegna, og var Gama borinn í kvína alt að hallardyrunum. Par tóku gæðing- ar keisara við honum og Ieiddu hann fyrir hann. Var þar túlkur fyrir. Gama sagði nú keis- ara erindi sitt, og það með, að hinn voldugi konungur í Portúgal sendi honum kveðju sína, og það með, að hann byði honum að gera við hann verzlunarsamning á milli ríkjanna. Keis- arinn tók þessu vel. En óðara enn Gama var farinn, náðu arabisku kaupmennirnir tali af keis- ara, og spiltu málunum sem mest þeir máttu. Töldu þeir keisara trú um, að Gama og menn hans væri útlægir sakamenn og væri víkingar einir og þorparar. Urðu fyrir það öllu þurr- ari viðtökurnar þegar Gama kom næst og skil- aði bréfi Portúgalskonungs. Pó skánaði nokk- uð í keisara við það, og ritaði hann konungi aftur bréf á pálmablað; var það stutt og laggott, og hljóðaði þannig: <-Vascó da Gama, aðalsmaður af þínu húsi, er kominn hing- að; mér þykir vænt um það. I mínu landi er mikið af kanel og mikið af negul og engifer og pipar og margir gimsteinar. það sem eg vil fá úr þínu landi er gull, silfur, kórallar og skarlat.» Landsmenn sýndu Gama ýmsiskonar fjand- skap, svo að hann sá þegar, að ekki var þar lehgur vært, og hélt því af stað heimleiðis; náði hann áður kryddvörum nokkrum á skip sín. En hann lenti í byrleysum, og gekk svo um tíma, þar til hann náði eyjum nokkrum og Iagðist þar, bæði til að afla sér vatns og vista og til að þétta skip sín. Par náði honum her- skipafloti keisara, 70 skip saman, og veittist að honum. En þegar hann lét skotin dynja á þeim, lögðu þau þegar á flótta; hélthann síð- an af stað vestur um Indlandshaf snemma í október og komst aftur til Melinde; voru menn hans þá sjúkir mjög og illa haldnir, er þeir komu þangað. Par voru þeir svo í bezta yfir læti, þangað til þeim var batnað. En svo var nú lið hans orðið fátt, að hann varð að brenna eitt af skipum sínum, en hélt af stað með hin tvö. Sigldi hann svo suður fyrir álfuna, fyrir Gcðravonarhöfða og síðan heimleiðis. En sótt- in kom aftur upp í liði hans og dóu margir, þar á meðal Páll bróðir hans. Hann komst heiin seint um sumarið 1499, og hafði þá verið rúm tvö ár í þessari ferð. Einir 50 af liði hans voru þá á lífi. Konungur tók honum hið bezta, gaf honum aðmírálstign og veitti honum 300 milreis (um 1260 kr.) að árslaun- um, og var það mikið fé á þeirri tíð. Marga hluti komu þeir með fáséða úr ferð þessari, en einna starsýnast varð fólki á indverska stúlku sem þeir komu með; höfðu þeir bjargað henni úr eyðieyju, sem hún hafði verið sett út í. Ferð Gama varð fræg mjög um alla Norð- urálfu. Manúel konungur gerði þegar út mann með 13 skipum og góðum útbúnaði á næsta vori, í maí árið 1500; stýrði þeim flota mað- ur sá er Kabral hét. Á skipunum voru 1200 manna, átta prestar og átta grámunkar, því að nú átti bæði að stofna nýlendu og kristna lands- fólkið. Ef samningar gengju ekki með góðu þar eystra, var Kabral boðið að taka til vopn- anna og láta þau skakka leikinn. Pegar hann kom suður um Grænhöfða, sigldi hann meira til vesturs, til þess áð komast hjá staðviðrun- um meðfram Guineu, en lenti heldur vestar- lega, og kom við land í Brasiliu, og helgaði landið þegar konungi sínum. Brasilia var síð- an undir veldi Portúgalsmanna fram á 19. öld. Síðan sendi hann eitt skip heim með þessi tið- indi, en lét síðan í haf með hin skipin, og sigldi til Góðrarvonarhöfða. Þar lenti hann í /

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.