Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Blaðsíða 6
246
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
fyrst á höndum og fótiun. Síðan fóru þeir
upp á hæðina aftur, og skiftust þeim orðum við
þá félaga, sem áður er getið; kom þar til þeirra
hinn eini Indíani, er slapp frá þeim félögum,
og sagði þeim, hvernig komið var. Höfðu þeir
sig þá á burt, tóku bátinn og reru ofan eft-
ir ánni.
Fabían raknaði við eftir góða stund, og
átti bágt með að átta sig fyrst. Þó áttaði
hann sig skjótt, og sá hvernig komið var, og
spurði eftir þeim félögum sínum, en fékk eigi
greið svör. Pó þóttist hann skilja að þeir
mundi vera á lífi. Feðgarnir töluðu saman á
ensku, og skildi því Fabian ekki mál þeirra.
Stormurinn regnið og skruggurnar gengu
alla nóttina. Báturinn fór hratt ofan ána; Fa-
bían lá í bátnum, og lamdi regnið í andlit
honum. Hann var mjög áhyggjufullur um þá
félaga sína, og bjóst ekki við neinni vægð af
þeim feðgum.
Um morguninn slotaði regninu og fór að
birta til. Reru þá ræningjarnir að bakkanum
þar sem tré voru fyrir; fór annar að leita sér
veiðifangs, en hinn kveikti upp eld á meðan,
til þess að þurka fötin sín. Fabian létu þeir
liggja í bátnum, og skeyttu ekkert um hann.
Skjótt kom annar þeirra með skotinn rádýrs-
hafur, og steiktu þeir þegar flykki af honum
til matar sér. Peir vildu ekki láta Fabian deyja
úr hungri, báru hann því upp úr bátnum,
leystu hendur hans, og gáfu honum bita með
sér. Svo bundu þeir hann aftur og héldu
viðstöðulaúst áfram, en komu aðeins snöggvast
við á Nauthólmanum til þess að vita, hvort
fylgsni þeirra væri óbreytt, og reyndist það
svo. Síðan reru þeir yfir að hinuin bakkanum
og földu bátinn þar í sefinu.
Síðan héldu þeir áfram gangandi til þess
að taka af sér krókana á fljótinu. Hittu þeir
þar á leið sinni tíu Lípanesa, sem er Indiana-
flokkur af Apakakyni, og tóku þá með sér.
Þá gátu þeir og klófest einn af njósnarmönn-
uin Skrugguloga og ætluðu fyrst að drepa hann
illum dauða, en sneru því þá upp í það að
sleppa honum, og báðu hann að bera vinar*
orð frá sér til Skrugguloga, og biðja hann að
koma til þeirra og tengja við þá vináttubönd, og
snæða hjá þeim við eld þeirra. Geta má nærri
að Skruggulogi lét ekki ginnast af falsi þeirra.
Lípanesarnir höfðu einlrjáningsbát mikinn
með sér; stigu þeir allir í bátinn um kvöldið,
og var þar vel rúmt um þá. Fabian var altaf
í fjötrum og strangar gætur hafðar á honum,
en samt var honum léttara í skapi, af því að
hann vissi, að einn af fjandmönnum þeirra fé-
laga hafði séð hann; mundi vel geta borizt
frá honum fregn til þeirra félaga um það, hvar
hann væri að hitta. Rað brást heldur eigi.
Skruggulogi fékk veður af ferð þeirra feðga,
og gerðist bandamaður þeirra Pepe og Bois-
Róse daginn eftir, eins og áður er frá sagt.
Eintrjáníngsbáturinn var þUngur í vatni, og
Lipanesarnir höfðu brennivín og drukku sig
fulla á leiðinni, og komust þeir því ekki fyr
en með morgni niður að Rauðukvíslum, þang-
að sem förinni var heitið. Fóru þeir þar að
landi á suðurbakka Rió Rossó, skamt þar frá
er Rió Gila fellur í hana.
Svo sem er áður er um getið, höfðu þeir
mælt sér mót þarna, Svartifugl og mestizinn.
Parna var afskeld mjög og komu þangað ör-
fáir menn aðeins. Beggja vegna eru þar fjöll
allhá, en flatneskja á milli, og verður þar því
breiður dalur milli fjallanna. í miðjum daln-
um skiftist Rió Rossó í tvær kvíslar, og er
önnur kvíslin jafnan mjög vatnslítil, en hin er
allvatnsmikil, en rennur hægt. Hólmarnir á
milli hvíslanna eru víða votlendir, og er gras
þar mannhæðarhátt og meira. Innan um eru
þéttar skógabreiður, kjarr og sef meðfram tjörn-
um þeim og stöðupollum, sem þar myndast.
Á regntímanum er þetta flæmi alt á kafi í vatni,
og standa svo lónin eftir, þegar út fjarar; sum-
ar tjarnirnar voru grasivaxnar yfir og voru því
hættulegar ókunnugum, ef þeir viltust út á þau
kviksyndi. Par sem skógurinn var; var alt
vafið saman af ulltrjám og vafjurtum og áfárra
færi að komast þar áfram.
Skamt eitt ofan við kvíslamótin fóru þeir
þar að landi með Fabían. Rauðhönd fór á