Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Blaðsíða 10
250
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
fyrirgæfi aldrei, eða e/ honum yrði kipt á
brott? — Ef hún iðraðist um seinan?«
Hræðilegar hugsanir! Hún byrgði andlit-
ið í höndum sér og andvarpaði. Hún óskaði
þess, að dagurinn rynni skjótt, svo að hún gæti
farið til hans og beðið hann fyrirgefningar. Pví
að hún vissi að hann mundi fyrirgefa. Hann
var eins göfuglyndur og Nikolai — — það
vissi hún. — —
»Ertu lasin,rSoffía?«
»Nei, ekki lasin, — en mér líður þó svo
illa. María, eg er svo vond — vond — ve-
sæl og stærilát!«
«Góða Soffía! —« María varð hrædd.
»Jú eg er vond — vond. Eg skal segja
þér hvers eg hefi að iðrast!«
Og svo sagði hún Maríu alla söguna —
sagði henni hvað farið hafði á milli hennar og
Ottós um kvöldið hjá frænku þeirra. Hún grét
og dæmdi sjálfa sig hörðum dómi.
«En það var ekki ásetningur minn,» endur-
tók hún hvað eftir annað; »eg ætlaði bara að
gera hann ofurlítið — ofurlítið óvissan-------.«
«F>ið jafnið það með ykkur,« sagði María
«— bíddu róleg þangað til morgnar.«
— Reim varð ekki svefnsamt um nóttina,
Saga frænku þeirra hafði haft svo mikil áhrif
á hinar blíðu tilfinningar þeirra.
Regar fyrstu geislar morgunsólarinnar teygðu
angana inn um gluggann til þeirra, hittu þeir
Soffíu ennþá glaðvakandi, en María bjóst til
að fara að sofa. Eftir skamma stund var hún
og tekin herböndum svefnsins.
Soffía stóð kyr og horfði á frænku sína.
»Já, þú getur sofið róleg,« sagði hún ofur-
lágt, »þú hefir einskis að iðra!«
Hún gekk út að glugganum og leit niður
í garðinn. Hvað yndislegt var að sjá út! Fugl-
arnir sungu og morgundöggin glitraði á gras-
inu og laufi trjánna.
Hana fýsti út. Hún vildi ganga niður að
ströndinni, því ef til vill mundi hafgolan svala
hinu logheita andliti hennar. — Regar hún
gekk gegnum garðinn, sleit hún upp nokkur
hinna fallegustu blóma, sem urðu á vegi henn-
ar. Seinna ætlaði hún að gefa þau Elínu frænku
— hún átti að fá þau fyrrir isöguna sína. —
»En þetta getur maður kallað undur!> heyrði
hún alt í einu sagt að baki sér. «Eg hafði
ekki búist við að hitta þig svona snemma,
á ferli.»
Soffía sneri sér við skjótlega; hún karfa-
roðnaði og misti öll blómin.
»Þú ert jafnsnemma á fótum!«
»Já, en allir eru ekki eins; og eg er van-
ur því að þurfa á fætur, bæði seint og snemma
en þú ekki.»
»En eg gæti tamið mér það,«
«TiI hvers ætturðu að gera það?« — Ottó
hló ofurlítið við.
Soffía svaraði ekki; hún byrjaði að tína
saman blómin aftur.
»Hver á að eignast þessi blóm,« spurði
hann eftir nokkra þögn, »Rú ætlar ef til vill að
smella þeim á einhvern yngissveininn þarna inn í
borginni?«
»Nei, Elin frænka á að fá þau.«
»Nú —ójá.« Ottó tók að hjálpa henni til
að tína þau saman og leita að fleirum.
«F*að er nú aldrei, að þú sért alvarleg!»
sagði hann ertandi, og rétti henni nokkur blóm.
«F*að gildir einu, hvernig eg atyrði þig, þér
stekkur ekki bros. Ertu ekki heilbrigð?«
»Jú, en eg las æskusögu Elínar frænkn í
nótt, og hennar vegna er eg döpur. Hún var
í böglinum, sem Nikolai færði mér í gær.»
»Pá fæ eg skilið þig. Mamma hefir sagt
mér þátt úr henni.« Nú varð Ottó líka alvarlegur.
»Viltu að eg segi þér hana alla?«
«Já, gerðu það; komdu hérua inn í lauf-
skálann, þar getum við setið.«
«Nei, ekki þangað, Ottó. F’að er bezt
að fara upp á > sjónarhæðina».
«En þér finst leiðin þangað svo löng, og
bátinn get eg ekki haft til fyr en eftir nokk-
urn tíma.»
«Sú leið var Elínu frænku aldrei of-löng,
hví skyldi hún þá vera mér of-löng? Leti ntun
vera einn af ókostum mínum; en eg vil einnig
reyna að yfirstíga hana — —.«