Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Blaðsíða 17
MÓÐIR SNILLINGSINS. 257 Verðlaunasögur Nýrra Kvöldvaka II. MÓÐIR SNILLINGSINS. «Eg öfunda hana nióður hans!« sagði eg áköf og hrifin. «Hvað segirðu! Öfundarðu hana móður hans sálugu?? «Er hún dáin?» «Hún gusluka-Geirlaug aumingin, já eg held að hún sé dáin, vesálingur. Fyrir mörg- um árum.» «Var hún einhver aumingi?» «F*að var hún óneitanlega upp á síðkastið.« «Hvar var hún?» «Hún var norður í landi.» «F*ektir þú hana?« »Já, eg þekti hana vel, flestum betur.» «Hvernig var hún aumingi?* »Hún lenti í villu og lá úti upp á fjöll- um og fanst svona þegar upp birti, geggjuð, auminginn þessi!« »Var hún almennileg áður?» Já, vit hafði hún meir en margur annar, en hún var dálítið sérstök í sér.» «Eg þagnaði, því sönghvíldin var á enda, og þarna stóð hann aftur, ungur og fagur, með snillings-glampann á björtu augunum og sigur- gleðina í svipnum, eftir dynjandi lófaklappið og aðdáunaróp tilheyrendanna, sem aldrei ætlaði að linna. Og svo smaugtá ný hjartnæma, skæra röddin hans í gegnum hverja sál, sem ekki var með öllu smugulaus og harðlæst: Fyltu’ ekki bátinn minn, umstangs-alda, ýtt’ onum gegnum löðrið kalda. Minning þar gömul vöggu vitjar; veikliðað farið straumur ber. Fagnaðar-laudið sitt hún sér: Gott er þar ung hjá ástvin sitja, elskunnar dýrgrip með sér flytja, heim þegar síðast haldið er. Egsat agndofa, hugfangin hjágömlu »frænku» °g var að hugsa um, hvað yndislegt ínundi vera að eiga svona son. — — — Nú það var satt! Hún var að segja mér, hún frænka að móðir hans hefði átt bágt---------mér fanst nærri, óhugsandi að móðirsvona manns gæti nokkurntíma átt bágt, en eg vissi nú ekki glögt um það, eg, sem ekkert barnið átti. — Þegar söngsamkomunni var lokið og fólk- ið þyrptist burtu úr sætum sínum, sumir út, og nokkrir sem þektu Reynir —svo hét söng- varinn —gengu innar til hans upp á pallinn, til að taka í höndina á honum og láta hon- um í Ijósi aðdáun sína og velþóknun, þá segi eg við frænku, að nú færi eg heitn með henni, hún verði að segja mér af móður maunsins þessa, og hverra manna að hann sé, því eg vissi engin önnur deili á honum en þau, að nú var hann kominn frá útlöndum, hafði farið suður um lönd og unnið sér frægðarorð sem fágætur söngsnillingur, sem ætti sér glæsilegar framtíðarvonir, og nú tóku stórmenni Reykja- víkur við honum eins og «hvítum fugli» og keptust hver við annan um að komast í sem nánust tengsli við hann, og báru hann á hönd- um sér með matarveizlum og skálaræðum. Eg var gestkomandi í borginni, átti heima upp í sveit og fanst mikið til um alt þetta. Á heimleiðinni bað eg frænku — hún var öldruð prestsekkja, nýlega flutt til Reykjavíkur — um, að segja mér það sem hún vissi um ætt og uppruna þessa manns. »Það er nú ekki margt um það að segja, hann var umkomulaus og ættsmá var móðir hans sögð að minsta kosti, og ónafnkend.» — «Hvað hét hún?« «Geirlaug. Var kölluð gustuka-Geirlaug.* «Já, það var satt! Rú sagðir mér það áð- an. Var hún alveg örvita?« »Já, um tíma var hún það, svo varð hún hæg og þögul, fór matina á milli og talaði aldrei orð að heita mátti. F*að voru henni all- ir góðir og buguðu góðu að henni; gáfu 33

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.