Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Blaðsíða 21
Þættir
261
mílum fyrir vestan Azoreyjar, og skifti þannig
heimsráðunum milli þessara þjóða. En báðir
voru óánægðir með skiptin, og setti þá páfinn
aðra línu, 470 spönskum mílum fyrir vestan
Grænhöfðaeyjar (spönsk míia er 6 kílómetrar)
og við það sat síðan. Pví féll meginhluti Bras-
ilíu í hlut Portúgalskonungi, þegar hún fanst.
Pegar vegurinn fanst fyrir Góðravonarhöfða
og til Vestureyja, var eins og nýr hetjuandi
Iogaði upp, ekki ósvipað og áður á kross-
ferðatímunum. Fjöldi hinna röskustu manna
fóru út »á æfintýri«, og skipin fluttu nógan
auð og fregnir um nýfundin lönd með hverri
ferð. Menn sáust hvergi fyrir, óttuðust eng-
ar hættur, létu engar torfærur tálma sér — og
brutust þannig áfram til sigurs, auðs og ágætis.
Skömmu eftir að Kólumbus fann Orinócó-
hólmana í hinni þriðju ferð sinni, tók Alonsó
de Hojeda að leita • þar landa. Hann sigldi
með ströndum fram langa hríð, og ákvað meg-
inlandið að norðan; hann kom heim aftur 1500
og fékk beztu viðtökur heima, og loforð um
landsstjóradæmi þar syðra. Síðan fór hann
aftur og reyndi að festa fót á landi, en lenti
í ófriði við herskáar þjóðir; gull fundu þeir
heldur ekki þar. — Urðu þá félagar hans
svo úrillir, að þeir tóku hann og lögðu hann
í fjötra og báru honum margt ilt á brýn. Þegar
heim kom, var hann dæmdur sekur um ýmis-
legt, en slapp þó heldur vel frá málunum,
enda munu sakir hafa verið litlar, því að mað-
urinn var hinn bezti drengur. Lét hann ekki
lengi bíða að halda vestur aftur, og tók að
berjast til fjár og landa. Komst hann þar oft
1 hann krappann, en slapp úr öllu. Seinast
stofnaði hann nýlendu árið 1510, og ætlaði •
að setjast þar að. En nýlendan þreifst illa;
lentu þeir þar í vistaskorti, svo að Hojeda réð
al að halda til Haiti og afla sér vista, en setti
Prsnsiskó Pízarró, járnhart hörkutól, fyrir ný-
lenduna á meðan. Sjá Ifur komst hann til Kúba
°g lenti í illdeilum við harkalið það, er með
honum var; lenti hann þar einn sér með marga
menn. Par urðu þeir áð brjótast gegnum þétta
°g illfæra skóga um heilan mánuð, og komust
loks nær dauða en lífi til villimannaþorps eins,
og fengu þeir þar hinn bezta beina. Þaðan
komst hann til San Domingó eftir miklar mann-
raunir, félaus og allslaus, og gat því ekki efnt
Ioforð sín við nýlendubúana heima. Eftir það
dó hann í hinni mestu örbirgð, og er sorg-
legt dæmi þess, hvernig einatt fer fyrir hvik-
látum æfintýramönnum, sem ekki halda strikið
beint. Hann var einn hinna ágætustu manna
landfundatímanna, sannur riddari í lund, djarf-
ur, þolinn og framgjarn, göfugur í lund og ið
mesta mikilmenni.
Pjóðir þær sem bygðu lönd þessi og strend-
ur, nefndust Karaibar. Peir voru fríðir menn
og hraustir, bogmenn góðir, og eitruðu örfar
sínar í jurtavökva. Peir voru hvergi nærri eins
hræddir við byssur sem aðrir Indíanar, og
hræddust hvergi riddara á hestum, þegar þeir
fóru að kynnast þeim. Þeir höfðu meiri sið-
menningu en grannþjóðirnar, gerðu betri verk-
færi og riðu net og dúka. Þeir trúðu á sól og
mána og sögðu stjörnurnar væru sálir framlið-
inna hetja og hraustmenna. Höfðingja völdu
þeir sér, þegar ófrið bar að höndum, en annars
hlíttu þeir engum yfirráðum. Höfðingjar urðu
þá helzt duglegir sjómenn eða þeir, sem áttu
stærstar jarðir þar í landi. Nýlega höfðu þeir
lagt undir sig hinar næstu Antillaeyar og hefðu
vafalaust orðið voldug þjóð, ef hvítir menn
hefðu ekki komið. Eigi verður þeim láð, þó
að þeir gerðu alt til þess að verjast yfirgangi
hvítra manna, því að það má með sönnu segja,
að þar var með ránshendi farið, svo að ekki
sé ver til orða tekið.
Nýlendan var í mestu vandræðum eftir
dauða Hojeda; þegar nýlendumenn voru bún-
ir að Ijúka síðasta hrosskrokknum, voru þeir
ekki orðnir nema 60 talsins; tóku þeir sig þá
upp á tveim skiparæflum og ætluðu að flýja
norður í eyjar. Annað skipið fórst þegar með
öilu sem í því var, en hitt mætti skipi fram-
undan mynni Magdalenufljótsins; var það skip
að færa þeim hesta, sv.ín, vistir og skotfæri,
en svo var á því ein af hinum mestu hetjum
meðal spanskra landvinnenda, Vaskó Núne