Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Blaðsíða 11
ELIN FRÆNKA
251
Og án þess að mæla fleira, tók Ottó hana
við hönd sér, og þau héldu áleiðis til «sjónar-
hæðarinnar«. Kyrðin og friðurinn var mikill
undir krónum barrtrjánna og hvorugt þeirra
ætlaði að fást til að rjúfa þögnina. Pau settust
undir stóru furuna, og hún tók að segja sög-
una eins vel og hún gat.
Ottó hlýddi til, þögull og með efirtekt.
»Já, frænku hefir þótt vænt um *óbrotna
sjómanninn«; það er áreiðanlega víst,« sagði
hann, þegar Soffía hætti. •
»Heldurðu það séu ekki fleiri, sem geta átt
jafn tállaust hjartalag eins oghún,« mælti Soffía
og dreyrroðnaði í andliti.
»Nei, ekki nú orðið. Það er að segja, eg
held það sé ekkert trúlyndi til lengur. En ef
þú hefðir spurt mig að þessu fyrir nokkrum
dögum, mundi svar mitt hafa hljóðað öðruvísi.«
«Hversvegna hefir þú mist trúna á alt trú-
lyndi,« spurði hún og hélt, að hann hefði þar
hin óheillavænlegu orð hennar fyrir sér, er hún
mælti við hann um kvöldið hjá Elínu frænku.
»Vegna þess, að alt er nú að verða svo
átakanlega fínt og fágað,« sagði hann napurt,
»alt hið hversdagslega er orðið svo óbrotið
og durgslegt — — —«.
«Þetta er ekki alvara þín, Ottó.«
«Nei, en það er alvara þín; og það er
tálleysi kvenfólksins, sem hér ræðir um.«
Soffía sneri sér til hálfs undan, til þess að
hann skyldi ekki sjá tár hennar. Aðeins ef
hann sæti nú ekki þarna, svona rólegur og
kaldur — þá hefði henni gengið betur að segja
honum það, sem henni lá á hjarta! En nú
var henni ómögulegt að finna því orð. Hún
hallaði sér upp að hnútótta furustofninum, ogtár
hennar runnu niður kinnar henni og hröpuðu
ofan í grassvörðinn.
F*á barst að eyrum hennar þungt andvarp.
Hún sneri sér skyndilega við. Hún sá að Ottó
var staðinn á fætur, óg las hún úr andliti
hans sorg og alvöru; það hafði hún aldrei séð
áður hjá honum. Hann horfði óaflátanlega út
yf>r hafið — stóru gröfina hans Nikolais —,
það var spegilslétt og kyrt — dró og laðaði.
Rá fleygði Soffía síðustu leifum mikillætis
síns. Hún spratt á fætur eldsnör og gekk til hans.
»Ottó,« sagði hún ofurlágt í bænarróm og
lagði hendurnar um háls honum. »Yrðir þú
þarna úti, mundi eg ekki geta tekið forlögum
mínum jafnþakklátlega eins og Elín frænka;
þá myndi eg eiga aðeins eitt óbeðið til guðs:
að hann tæki mig líka sem skjótast.»
«Og það ertu að segja mér, óbrotnum sjó-
manninum?«
«Já, eg segi þér það, og það þori eg að
segja öllum heiminum. Eg vil fegin hrópa
það út í allar fjórar áttir veraldarinnar — það,
að eg ann þér, og það ennfremur, að eg fari
ekki héðan, fyr en þú hefir fyrirgefið mér!«
»Astkæra Soffía!« sagði hann og viknaði við.
«Hversu mikill sannleiki er það, að þú ert Elín
frænka upp aftur — — — — _
Rað er aftur hátíð uppi á ,Sjónarhæðinni‘,
og gömlu furutrén eru aftur vitni að ham-
ingju tveggja elskenda. Aftur eru þar gerðar
ráðstafanirfyrirframtíðinni, og dreymt um ferða-
lög í blíðviðri og sólskini úti á hinu mikla
hafi — meðan sumarblærinn þaut blítt í barr-
viðnum og smáfuglarnir hoppuðugrein af grein
— alveg eins og í æsku Elínar.---------—
— Engum kom trúlofun þeirra á óvart.
Skyldfólk þeirra vissi það gjörla, að þannig
mundi því lúka. Þessvegna voru allir glaðir og
ánægðir á »Sjölyst» þenna dag.
«Er það ekki sannmæli, sem máltaakið seg-
ir, að sér grefurgröf þó grafi,« sagði Hinrik-
sen gamli og hló við. sRarna voru þau sút-
arleg og drumbsleg, hvar sem þau fóru, svo að
ástæða var til að halda, að þau væru hættu-
lega sjúk; — en viti menn — áður en nokk-
urn varir, spretta þau upp úr bólunum, með-
an aðrir eru í værum svefni, og — trúlofast!«—
»Já, ungdómurinn er órafullur,« sagði Nikolai.
»En ærslin klæða vel á þeim aldri, eða er
ekki svo, pabbi?« sagði Ottó.
»Jú svo er það, drengur minn, ef gáskinn
er af réttum toga spunninn, þá helzt hann æf-
ina út. Lítið á okkur, gömlu hjónin.«
32*