Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1910, Blaðsíða 15
HEFND 155 brjótast um í feninu, og afllaus í fótunum af kuldanum, að hún gat varla hreyft sig. En þá kom honum ráð í hug. Hann losaði um fæt- urna á henni öðrumegin og gat með því móti velt henni á hliðina að lokum ; svo tók hann aftur í hornin og bisaði henni með miklum erfiðismunum til lands. Petta mátti ekki tæpara standa ; eftir skamma stund hefði skepnan hlotið að drepast þarna. En nú var eftir að vita, hvort hún mundi hjarna við; hún bara lá eins og gæraá bakkanum og hélt aðeins höfði. Steini hafði oft heyrt talað um það, hvern- •g fara ætti að við kindur, sem lentu ofan í og yrðu kalsa. Nú fór hann að reyna þetta, því hann vildi ekki skilja við ána svona, ef annars væri kostur. Hann fór því að strjúka á henni fæturna og hrista þá, og eftir æði- stund fór Móra að reyna til að brölta, F.n illa gekk það framan af, en svo gat hún þó stað- ið, með því að hann styddi hana. Pá datt Steina í hug, að réttast væri að hlaupa tafarlaust heim og segja Gísla til, ef hann vildi fara út eftir og hlúa eitthvað að henni. Sjálfsagt mundi ekki veita af því. Steini var orðinn nokkuð forugur af svift- ingunum við Móru. ^Það verður að sitja við það,» sagði hann við sjálfan sig, «og eg hefi þó ekki farið erindleysu. Nú veit eg fyrir víst, að Gísli verður aftur vinur minn.» Svo hljóp hann á stað, en fór ekki sömu leið til baka, heldur nokkru austar. Skammt frá bakkanum á syðstu tjörninni fór hann fram hjá þéttum, stórvöxnum hrossanálarrunna. Hon- um datt í hug að skyggnast inn í runnannog sá, að hann var bældur í miðjunni. Hann þreifaði ofan í bælið og kippti upp dálítilli hettu af lausu heyi. En hvað var þetta I Guði Se lof — hann ætlaði varla að trúa sínum eigin augum: það var hreiður með fimm grá- £®sareggjum! Steini hampaði eggjunum í lófa sínum og lagði þau uncjjr vanga sinn gagntekinn af fögn- uði. Nú fanst honumj þó ætla að fara að ræt- ast úr fyrir sér. Svo lét hann eggin í húfuna sína og batt fyrir hana með snærisspotta. Pá beið hann ekki boðanna, en hélt beint heim. Hann flýtti sér í plöggin sín á túnjaðrin- um og hljóp í sprettinum heim túnið á Stað. Hann sá, að búið var að loka bænum og fólk alt að sjálfsögðu háttað. Upp á glugga varð hann að fara — hann vissi, að Gísli svaf í suðausturhorninu á frambaðstofunni. Steini klifraði upp á vegginn og drap hægt á gluggarúðuna. Gísli reis óðara upp í rúm- inu og spurði, hvað um væri að vera. «Eg þarf að finna þig út undir eins,» svar- aði Steini og stökk ofan af veggnum. Gísli kom út eftir skamma stund, og Steini sagði honum upp alla söguna um viðureignina við Móru. Gísli hlustaði þegjandi á, meðan hann lét dæluna ganga, en þegar hann hætti, sagði hann, og var auðheyrt, að hugur fylgdi máli: «Nú hefirðu gert mér hagræði, Steini minn, sem eg fæ líklega seint fullþakkað þér. Pví satt að segja hefði mér þótt ilt að missa Móru svona.« «0, það er nú ekki mikið að þakka,» svar- aði Steini; «mér þykir bara vænt um, að eg skyldi vera svo heppinn að rekast á hana í tíma.« «Má eg nú ekki sækja kassann?« sagði Gísli og brosti. «Jú,» svaraði Steini lágt og leit ekki upp. Gísli hljóp út í skemmu og kom að vörmu spori aftur og rétti Steina kassann. Steini tók þegjandi við honum, en setti hann undir eins frá sér niður á hlaðið og hljóp upp um háls- inn á Gísla með tárin í augunum. «Eg ætla að fá að borga þetta einhverntíma seinna.» »Borga þetta!< át Gísli upp eftir honum og kysti hann ; »þú hefir gert mér miklu stærri greiða, það máttu til með að viðurkenna. Eg veit þú verður góður drengur, elskulega barn. En eins langar mig til að biðja þig að minn- ast, þegar þú eldist og þroskast betur og átt í stríði við sjálfan þig á einhvern hátt. Og það er, að einmitt erfiði og mannraunir duga oft- ast nær bezt af öllu, til að gera mann að góð- um og miklum manni.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.