Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Side 7
UR BLÖÐUM JÓNS HALTA 5 ‘Nei, ekki ímynda eg mér það, en það hefir nú átt að vera svona fátt til að kosta sem minstu til.« «Eg skal ekki eyða nokkrum hlut frá hon- um,« sagði eg og hló við, »enda eruð þér nú búnar að gera mig svo úr garði, að eg þarf þess ekki með.« »Og ekki held eg það sé nú,« sagði kerl- ing og brosti við, »það var nú ekki öðru til að tjalda hjá mér; það er heldur fátæklegt hérna fram i selkofunum til þess að taka á móti svona mönnum.« »Einmitt eins og bezt átti við mig. En eft- ir á að hyggja, varhann orðinn gamall, þessi Jón?« «Hann var víst eitthvað á sjötugsaldri; hann var orðinn mikið gráhærður og með stóran skalla að framan aftur á hvirfil, Hann var ógnar einkennilegur að 'sjá með langt, hvítgrátt skegg ofan á bringu, en augabrýrnar svartar, stórt kónganef, og harðlegur í augunum og gult það hvíta. Hann tók mestu fyrn í nefið, og hvar sem hann var, vildi hann að hús- bóndinn tóbakaði sig, en það gerðu víst fáir, því að það hefði höggið djúpt skarð í með- gjöfina með honum. Hún var ekki svo hefð- arleg, trú’jeg.« «Var hann í vináttu eða kunningsskap við nokkurn mann?« »Ekki veit eg til þess. Hann var þur og önugur við flesta, neina helzt þessa Helgu, dótt- ur Þorbjörns. En svo reið hann á hverju ári sem eg vissi til, vestur fyrir hálsa, til þess að finna þar konu, bláfátæka ekkju, sem er þar að berjast við að verjast sveit með eina sex krakka. Það hefir enginn fengið að vita hvern- ig á því stóð, en hlýlega talaði hann varla um nokkra aðra manneskju, nema hana; og þó vildi hann ekki vera þar.« «Fór hann þá aldrei neitt annað?« »Jú, hann fór oftast í kaupstað einusinni á sumri, en enginn vissi til þess að hann tæki neitt út, því að það sem hann annars fékk úr kaupstað, bæði tóbak og ritföng og annað eitthvað smávegis, lét hann Helgu kaupa, og það oftast á haustin.« Nú, bar margt að í einu. Kerling hafði látið dæluna gariga og orðið heldur tafsamt við að búa í strokkinn, en nú var það loks- ins búið. Fór hún nú að hamast við hann. Hún krepti báðar hendur að bulluskaftinu, færðist í aukana, því strokkurinn var stór og þungur, og strokkaði af afli. En rétt þegar strokkurinn var kominn af stað kom smalinn inn í dyrnar. Hann var í móhvítri brók, ut- anhafnarbuxnalaus, og héngu sokkarnir niður um mjóaleggina, svo fæturnir á honum voru eins og soðnir kálfsfætur. Snöggklæddur var hann að ofan, en hafði stóran, mórauðan ull- artrefil um hálsinn, tvívafinn, og þykka vað- málshúfu á höfði með gjörð í kring úr lambs- skinni, og var derið fóðrað með sama. Óðara en hann kom í dyrnar, kallaði hann upp í hásum og strákalegum róm: »Ertu ekki búin að hita kaffið, Mang»?» «Jú, fyrir Iöngu,« svaraði kerling, «kannan stendur á kögli út í eldhúsinu.« «Eins og mér sé ekki sama hvar í fjand- anum hún er, eg vil hafa morgunkafíið!« »Eg hélt þú gætir tekið það sjálfur — þú sérð að eg hefi annað að gera.« Og eg held þú getir örlazt það sjálf, eg hefi líklega ekki átt hægra í nótt en þú, að eltast við ærskrattana.» Kerling varð að yfirgefa strokkinn, því að Glámur sá, er í dyrunum stóð, var líklegastur til að vilja engar refjar hafa, Eg stóð þá upp líka og fór út og fór að svipast að Skjóna. Hanti hafði ekki haft mikið um sig, en bitið hvað aftólc. Eg vatt mér því að kerlingu, tók krónu upp úr vasa mínum og bað hana þiggja. Kerlingarauminginn hefir víst ekki oft eignazt slíka gripi á ævi sinni, sízt með svo hægu móti, því að hún leit á krónuna bæði undr- andi og viknandi; svo leit hún á mig, varð ekkert að orði, en rauk að mér og kysti mig rembingskoss fyrir. Svo var ekkert undanfæri annað en eg drvkki annan bollan til út í eldhúskofanum, áður en eg færi af stað. En smaiastrákinn rak hún tvöfaldan til að ná í hestinn minn, leyma hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.