Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Blaðsíða 11
GULLFÁRARNÍR. Q GDLLFARARNIR. Eftir Gabriel Ferry. XV. KAPÍTULI. Maðurinn með rauðu skýluna. Sex mánuðir eru síðan að orustan stóð v'ð Rauðukvíslar, rigningatíminn var liðinn, og komið haust, og brennaudi hitar. En engar fregnir höfðu borizt af leiðangri Don Estevans UPP í gulldalinn. Þá kom einn maður og undarlegur einn góðan veöurdag ríðandi til Túbak, sem enginn þekti; hann kom þar altaf við og við, en hvarf í burtu á milli. Maður þessi var alvarlegur og fáorður mjög og stökk aldrei bros. Hann var skarpleitur í andliti, greindarlegur og at- hugull, en einkennilegast var það af öllu, að hann hafði alt af skýlu úi rauðtiglóttum dúk um höfuð sér. Var henni vafið um höfuðið ofan á augabrýr og eyru og tók hann hana aldrei af sér. Fólk kallaði hann því altaf ->manninn með rauðu skýluna«. Túbaksbúar voru óvanir gestakomum, og því spurulir mjög. En gesturinn varðist allra frétta, svaraði fáu en spurði margs, eink- um um það er gerðist á búgarðinum del Ve- nadó. En þeim var lítt kunnugt um það, Tú- baksbúum, vissu aðeins að þar var til stórauð- ugur bóndi þar f grendinn, sem héti Don Agúst- 'n Pena, og svo lítið meira. En þéttbýlið var nú ekki meira þá en svo, að þrjár langar dag- leiðir voru þangað frá Túbak og til búgarðs- ins. Loksins eftir hálfan mánuð fór maðurinn uieð rauðu skýluna að spyrja til vegar til bú- garðsins, og svo um það, hvort donna Rósa- r'fa, dóttir bónda, mundi vera gift, og var svo að sjá, að honum stæði á mjög miklu um að vita það. Daginn eftir komu tveir inenti ríðandi til Túbak eftir leiðinni að sunnan. Pað voru sendimenn frá Don Agústín Pena, bústjóri hans og annar maður til, einn af nautahirðum hans. Tóku þeir sér þar gistingu í húsi einu, og þótti þetta alt slík nýlunda, að hópur letingja og forvitinna manna söfnuðust þegar að húsinu. Bústjórinnn lét ekki lengi bíða eftir því að hann léti heyra eritÉi sitt. Tók hann þegar að spyrja um leiðangur þann, er lagt hafði upp í gullleitir undir forustu Don Estevans de Ar- echiza fyrir einum sex eða sjö mánuðum þar norður í eyðimörkitia; vildi hann umfratn alla muni vita, hvað margir þeirra hefðu komið aft- ur úr þeirri för. Bæjarbúum varð ógreitt um svörin. Sum- ir sögðu að enginn hefði komið aftur, en sum- ir að það hefði komið einn aftur. «Jæja, það er þá einum fleira en við þorð- um að vænta« svaraði bústjórinn, ef hann er þá sá, sem hann segist vera.« «Eg þori að segja að maðurinn með rauðu skýluna er einn þeirra, sem var í förinni,« svaraði einn í hópnum, «eg þyrði að bölva mér upp á það.« »Hvaða vttleysa, »sagði þá annar, »hann hefir aldrei komið hér í vígið fyrri.» «Að minsta kosti verður hann greiðari í svör- um við fólk frá del Venadó en hann hefir verið við okkur,» sagði sá þriðji. »Pað er ágætt,« sagði bústjórinn, »því að þið skuluð vita, að Don Agústín Pena var trún- aðarmaður Sennor Arechiza, og hefir ekkert um hann heyrt í marga mánuði, og bíður nú eftir honum, til þess að geta haldið brúðkaup donna Rósarítu hinnar fögru og ráðherrans Don Vincente Tragadúros. En svona leið og 2

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.