Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Blaðsíða 21
forlagagletni 19 krúnur trjánna, og doktorinu sökti sér niður í að hugsa um og dást að náttúrufegurðinni. Hann settist á gamlan trjástofn og gleymdi brátt Múlattanum og sjálfum sér. Mannamál frá húsinu vakti hann innan skams af draumi og þegar hann leit þangað, sá hann Múlattann standa í dyrunum; hjá honum var svertingi, sem leit út fyrir að hann hefði ver- ið að tala við. Múlattinn starði út í myrkið en svertinginn veik aftur inn í húsið. Rótti Walter hann líkjast mjög fylgdarmanni sín- um, þótt hann gæti eigi þekt hann með vissu. Eftir litla stund munu augu Múlattans hafa van- izt dimmunni, því hann gekk be'ina leið til Walters, nam staðar fyrir frama hann og mælti: »Eruð það þér sem athugið jurtir og grös, og hafið um nokkurn tíma hafzt við í þess um héruðum?* Þessa spurningu bar hann fram á góðri frakknesku. Doktor Walt ersvaraði spurningunni játandi, og spurði, hvort hann gæti gert honum nokk- urn greiða. «Og þér ætlið til föðurlands yðar, jafnskjótt og þér hafið lokið hér ransóknum yðar?« hélt Múlattinn áfram að spyrja. »Það er áform mitt,« sagði Walter undr- andi yfir því, hvað hinn fór nærri um fyrir- aetlanir hans. Múlattinn þagði um stund. Síðan sagði hann: >Hamingjusamur er hver sá, sem hverfa má aftur til heimkynna sinna.« »Víst er svo,« svaraði doktorinn þessari skáldlegu athugasemd. »Viljið þér giftast?« sagði Múlattinn blátt áfram. Rað kom hik á dr. Walter. Honum fanst maðurinn hvað eftir annað að vera að vekja hjá sér undrun. Hann svaraði þó eftirstund- arkorn: «Nei, alls eigi,« og svo fór hann að hlæja, bvi þá vaknaði hjá honum endurminning um Ijóshærða frænku, fremur ófríða, sem móðir bans oftar en einu sinni hafði viljað láta hann lofast, en hafði þó að þessu komist undan því. Pað var þetta tilræði gömlu konunnar við frjálsræði hans, sem meðfram hafði valdið því, að hann dreif sig í þennan leiðangur vestur um haf, og sem fram að þessu hafði orðið honum til ánægju og aflað honum mikils fróð- leiks og væntanlegrar frægðar. «Rér er eruð ungur maður og þér þurfið að fá yður konu,« hélt Múlattinn áfram. »En ef til vill eruð þér þegar giftur?« »Heldur eigi,« svaraði Walter. »Vísindin hafa hingað til átt ást 'mína óskerta, og engin jarð- nesk kona mun vinna hana frá þeim. Eg vona þér skiljið mig,« sagði hann hlæjandi, því hon- um fór að þykja jietta umræðuefni fremur skrítið. Ressi hlátur hefir ef til vill sært Múlattan, því hann sagði mjög alvörugefinn. »Lífskiör vor verða oft að snfðast eftir vilja annara, svo þeirra eigin vilji lýtur í lægra haldi.« »Já, að vísu« svaraði Walter. »En þó á þetta sér ekki stað í giftingamálum, að minsta kosti eigi í mínu landi. í þeim efnum hafa flestir fult frelsi, sem þeir láta ekki af sér taka.« »Retta fer eftir kringumstæðum. Hugsan- legt er, að svo geti farið, að þér eigið ekki annars úrkostar en að giftast þeirri stúlku, er aðrir hafa valið handa yður.» »Eg mundi aldrei gera það.« »En]eflíf yðar væri í veði, ef þér neituðuð ráðahagnum?» Gamanið fór nú að draga af doktornum við þessar viðræður, og hann svaraði því al- vörugefinn: »Lífið er fiestum dýrmætt, því menn hafa ekki nema eitt að missa, og því er það; að ríkin hafa sett þenna dýrgrip undir vernd laganna.« Múlattinn blístraði fyrirlitlega. En doktorinn stóð upp, honum geðjaðist ekki að þessuum- ræðuefni, því honum virtist skoðun Múlattans bera vott um fyrirlitningu fyrir lögum og helg- um mannréttindum, svo hann vildi eigi eyða við hann fleiri orðum, og sneri á leið til veit- ingahússins.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.