Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Blaðsíða 18
16 4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Pá féll Fabían á kné fyrir hinni yndislegu mey, skjálfandi af fögnuði, eins og hún væri María mey sjálf, og margkysti hendur henn- ar. Heimurinn hvarf honum alveg; Rósaríta var honum alt. Bois-Róse, það umliðna og ókomna hvarf honum eins og draumur og hann hróp- aði hugfanginn: «F*inn að eilífu — þú átt alt líf mitt.« En þá hrökk Rósaríta saman og rak upp lágt hljóð. Fabían sneri sér við og stóð sem steini lostinn. Svo sem tvö fet að baki þeim stóð Bois- Róse og studdist fram á byssu sína og horfði á þau ástúðlega. «Ó, faðir minn,« sagði Fabían sárlega, »getið þér fyrirgefið mér að eg hefi látið bugast?» «Hver er sá er ekki hefði látið bugast í þínum sporum, elsku-Fabían minn,» sagði Bois-Róse brosandi. «Eg hefi gengið á heit mín — eg hafði lofað að elska engan nema yður — — fyrir- gefið mér.« «Eg ætti heldur að biðja þig fyrirgefningar barn, þú hefir vcrið göfuglyndari enn eg. Eg vildi eiga þig einn, og dró þig með ofbeldi með mér út í eyðimörkina. Eg hélt eg væri sæll með það af því eg vildi það, og eg hélt þú værir sæll með það líka. Og þú möglaðir ekki; eg hefi verið eigingjarn, en ekki göfug- lyndur, því eg ofbauð þér sjálfs mín vegna. En ef hugraunin hefði drepið þig, þá hefði eg dáið líka.» «Hvað eigið þér við?» sagði Fabían. «Hvað eg á við? Hver hefir vakað yfir þér, sofandi og vakandi, og lesið út þínar leynd- nstu hugrenningar, þegar þú vissir ekki af? Eg. Hver hefir fylgt manninum, seni við frels- uðum í hólmanum fyrir þinn bænastað, alla leið hingað? Eg. Hver hefir sent hann til þess, að njósna um hug meyjarinnar, hvort hjarta hennar myndi þig enn þá? Eg. Hver hefir borið velferð þína fyrir brjósti, og annast þig sem sjáaldur auga síns, og fengið þig til þess að gera þessa síðustu tilraun til þrautar? Eg. Á morgun sagðist eg skyldi taka boði þínu; en Gayferos hafði lesið djúpt í hjarta hinnar saklausu meyjar. Talaðu því ekki um að biðja um fyrirgefningu. Eg á að biðja þig um hana.« Og Kanadarinn breiddi faðminn á móti Fa- bían, og Fabían flaug í fang honum og sagði: «Ó, faðir minn, mig óar við svo mikilli hamingju. Enginn maður er sælli en eg.« «Sorgirnar koma þegar guð vill svo vera láta, < sagði Kanadarinn hátíðlega. »En hvað verður nú um yður?« sagði Fa- bían með áhyggjusvip, «á skilnaðurinn að verða beiskjublandan í hamingjubikar mínum?« »Guð forði því,» sagði Kanadarinn, »satt er það að sönnu, að eg get ekki lifað í bœ- junum — en er ekki þetta heiinili, sem verð- bráðum þitt — rétt við jaðarinn á eyðimörk- inni? Hefi eg ekki endalausa víðáttu rétt hjá mér? Við Pepe byggjum okkur...............Pú þarna Pepe,» kallaði hann hátt* «Komdu og festu loforð mitt.» Pepe og Gayferos komu þegar hann kallaði: »Eg og Pepe byggjum okkur kofa úr berki og viðarstofnum á sama blettinum, sem eg fann þig fyrst á hér í öræfunum; reyndar getum við ekki alt af verið þar heima. En ef einhvern- tíma skyldi renna í hug þér að hverfa heirn til Spánar og vitja þar eigna þinna og < rfðarétt- inda, eða fara í dalinn, sem við vitum af, þá skaltu minnast þess, að þú átt vini hér, sem eru tilbúnir að fylgja þér á heimsenda, því að minn fögnuður er tvöfaldur, bæði sjálfs mín og þinn.« En svo varð Bois-Róse daprari á svipinn og bætti við: »En enn er eitt til tálmunar . . . Faðir meyjarinnar.« «Hann býzt við syni sínum á morgun,« sagði Rósaríta og roðnaði svo að það sást í tunglsljósinu. »Gotí og vel, þá vil eg blessa son minn,« sagði Kanadarinn. Fabían féll á hné við fætur hans. Bois-Rose tók ofan tóuskinnshúfuna og lyfti tárvotum augum til stjarnanna. »Guð minn góður« sagði hann, »blessaðu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.