Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Qupperneq 6

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Qupperneq 6
198 NYJAR KVÖLDVÖKUR ardýrsins, sem hafði fallið í þá sprungu, er myndaðist í jarðskjálftanum — hver mundi svo verða til þess að hugsa til konunnar, sem skil- in var við mann sinn? Hjá heldra fólkinu grær ótrúlega fljótt yfir þau atvik, sem mönnum þykir óvfðkunnanlegt að halda á lofti. í búningsherberginu logaði á lampanum framan við stóra spegilinn. Frá hvíta postu- línsofninum, sem aðeins einstöku sinnum var hitaður upp á þessum tíma árs, lagði þægileg- an yl um herbergið og bjarmann af eldinum lagði út í gegnum gatið á látúnshurðinni fram á gólfábreiðuna. Og inn í þetta þægilega og notalega heimkynni kom nú barónsfrúin í síð- asta sinni. Blóðið þaut um æðar henni eins og hún hefði sótthita og móða var fyrir aug- unum; og nú átti hún að fara að búa sig til brottferðar. Hún lét herbergisþernuna fara og lokaði dyrunum út að súlnagöngunum. Hún staðnæmdist við opinn “gluggann og horfði út í garðinn, þar sem stóru trén svign- uðu eins og puntstrá undan heljarafli stormsins — hún hristi ósjálfrátt höfuðið — hún átti að takast ferð á hendur í þessu óveðri, og það nú, þegar komið var langt fram á kvöld. Hún vildi ekki láta bera hið minsta á því, er hún yfirgæfi Schönwerth, svo enginn gæti sagt um, hvenær i>ún hefði lagt af stað. Hún lokaði glugganum og dró niður glugga- tjöldin — þá heyrðist ait í einu gengið hratt gegnum næsta herbergi fyrir framan og svo var þrifið í handfangið snögglega, en »bláa stofan« var lokuð. Líana tók báðum höndun- um til hjartans, því henni fanst það ætla að springa — Mainan stóð fyrir framan dyrnar og krafðist inngöngu . . . En hún vildi ekki, þó hún ætti lífið að leysa enn, einu sinni standa andspænis honum .... Hann hafði brotið af sér alla undanlátssemi frá hennar hlið. »Ljúktu upp, Júlíana,« sagði hann með skipandi rödd og barði hranalega á hurðina. Hann endurtók skipun sína tvisvar og Iamdi um leið enn harkalegar á hurðina, svo heyrði hún, að iiann sneri við og opnaði hurðina að stóra súinaganginum — hún tók eftir því, að dyrunum var ekki lokað aftur. Hún þóttist því vita, að Mainan hefði þotið burt í bræði sinni. Hún stundi þungan og sneri aftur til bún- ingsherbergisins — en því var hún að gráta? — Hún blygðaðist sín fyrir þessi tár. Hún birgði andlitið í höndum sér, eins og hún byggist við að einhver háðfugl gæti gægst inn og séð í hvílíku sálarstríði hún átti. — Hún gat nú ekki lengur Iogið að sjálfri sér. Ef að hann hefði nú komið inn, hefði hún ekki getað stilt sig um að segja: »Eg fer, en eg veit að eg get aldrei gleymt þér . . . « Og hvílíkur sig- ur hefði það ekki verið fyrir þennan ástríðu- ríka mann! Engin kona var nógu staðföst til að geta staðist hann. Jafnvel sú kona, sem hann hafði svívirt og misboðið og sölsað undir sig til að svala hefnd sinni á annari, sem hann þó enn hafði óstjórnlega ást á, jafnvel hún, sem hann hafði veitt nafn sitt, en var þó í raun og veru ekki annað en barnfóstra á heimili hans, hefði nú fleygt þeim vopnunum, er hún hún hafði varist með og slitið af sér öll bönd ins meyjarlega velsæmis, til að geta sagt við hann: »Eg get aldrei gleymt þér« .. . En svo var guði fyrir að þakka, að hann var nú far- inn. Og hann sá ekki þennan sigur, er hann átti aldrei að verða áskynja um. Hún opnaði gimsteinaskrínið enn þá einu sinni og bar alt sem í þvf var saman við skrána yfir það; hún aðgætti einnig peningastrangana í skrifborðinu, hvort þeir væru allir; hún hafði aldrei hróflað við þeim. Síðan lét hún báða lyklana ofan í kistil, sem hún innsiglaði og skrifaði utan á til Mainans. Rað voru því nær liðnir tveir tímar þegar hún var búin að ganga frá þessu öllu. Hún lyfti upp gluggaskýlunni og sá að orðið var koldimt úti; birtuna frá lampanum að baki hennar lagði langt út á steinlagða flötina fyrir utan og glytti þar i ótal forarpolla, sem óveðrið skóf upp þegar hvöss- ustu byljina rak á. Pað var nú hætt að rigna, en vindurinn hvein og hamaðist, ýlfraði og öskraði eins og hann hefði vilst í stóru súlna- göngunum, komist þar í kreppu og vildi nú hefna stn á blómagarðinum.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.