Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1916, Side 34
226 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Hugurinn komst smámsaman í jafnvægi aft- ur og hún sofnaði að lokum með hönd Bárð- ar á brjósti sér. III. F*au vöknuðu bæði í sama mund morgun- uninn eftir, Bárður og Sigurlaug. Stjáni var þá nýskriðinn á lappir, stóð bíspertur með vasaspegil og greiðu og var að berjast við að slétta flókinn lubbann. Jón gæruskinn sat þar á kartöplupoka, ærið kuldalegur á svipinn, horfði á þau og tinaði í ákafa. »Guð gefi ykkur góðan dag,« sagði hann og strauk um leið með handarbakinu kerlingar- dropa af nefbroddinum; »við erum komin inn að Elliðaey. Ekki er hann hlýr, nú andar hann Ifka beint af jöklinum. — Skelfing langar mig til þess, Sigurlaug mín, að biðja þig að gefa mér kaffidropa áður en jeg fer í land, þó að eg verði aldrei maður til að launa þér alt það góða, sem þú hefur sýnt mér á þessu ferða- lagi. Nú skiljast okkar vegir hér í Stykkishólmi.« »Já, þú ætlar að skilja við okkur hérna, Jón minn,« sagði Bárður; »það er svo sem sjáif- sagt, að þú fáir þér kaffidropa með okkur og svolítinn árbít, en eg sting upp á því, að við fá- um okkur svolitla hressingu á undan, svona út af fyrir okkur, fil þess að taka úr okkur morg- unhro!linn.« Jón varð eins og að nýjum manni og rétti sig í sætinu. »Ekki ætlar þú að gera það endaslept við m'g> °g vandi er velboðnu að neita.« Reir gengu báðir áleiðis ofan á annað far- rými, því að þar var helzt fanga von. Stjáni var gramur yfir því, að Bárður skyldi ekki bjóða honum staup líka, og hann þurfti að láta gremju sína bytna á einhverjum. Hann skálmaði til Sigurlaugar, þar sem hún var að tína á sig spjarirnar, bretti brýrnar og hvíslaði ertnislega: »jyiér þótti þú hafa veitt vel! Svei því að nokkuð vantaði á, að þú værir búinn að draga hann alveg upp í til þín.^ En í þetta sinn galt Lauga líku. »Pér ferst, stráknum, sem sefur með sjö- tugar kerlingar undir vanganum framan í öllum.« Stjáni sótroðnaði. sRað var ekki mér að kenna að . . . . « Sigurlaug hnykti til höfðinu og sletti í góminn. »Sá þykist saklaus!* Stjána varð orðfall. Nú kastaði tólfunum, Lauga var farin að stinga upp í hann! Hann ranglaði í fýlu upp á þilfar og stóð þar með hendur í vösum, þangað til skipið var lagst. Að stundarkorni Iiðnu söfnuðust þau ötl saman til þess að borða morguumatinn og ráðg- ast um, hvernig hentast væri að verja deginum. Þau vissu að skipið mundi ekki leggja af stað fyr en undir kvöld, og það var afráðið etfir langar og miklar bollaleggingar, að þeir karlmennirnir skyldu fara á land, en Sigurlaug átti að verða eftir til þess að sjá um að eng- in tæki rúm þeirra eða stjakaði dóti þeirra burtu. Svo kvaddi Jón hana með mesta kær- leik, bað guð að blessa hana og launa henni alla hennar vinsemd og greiðvikni við hann. Hún fylgdi þeim upp á þilfarið. »Góði, vertu ekki mjög lengi,« hvíslaði hún að Bárði. »Rað er éngin hætta, eg verð varla stranda- glópur,* sagði hann. Svo fóru þeir ofan í bátinn og héldu frá skipinu. Jón gæruskinn tók ofan stormhúfuna og Sigurlaug veifaði til hans með hendinni. Regar skipin liggja á höfnum, fara aliir í land, sem vetlingi geta valdið; sumir fara til þess að hitta gamla kunningja, aðrir til þess að ná sér í eitthvað í sarpinu eða þá aðeins til þess að hreyfa sig. Sigurlaugu þótti þó ekki sérlega mikið fyrir því að vera ein eftir, bæði vegna þess að hún þekti éngan í Hólm- inum og þótti það ekki ve! viðeigandi að elta þá karlmennina þar fram og aftur; svo var líka dótið þeirra alt þar í lestinni og einhver óráð- vandur gat haft hönd á því, ef enginn gætti þess. Sigurlaug var þannig skapi farin, að ef eitt- hvað merkilegt bar við, þá þurfti hún langan tíma til að velta því fyrir sér, rifja það upp

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.