Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 25
SÝ SLUMANN SDÆTURN AR 119 Elsku smátelpurnar hans — og yndis- lega hrífandi unnustan hans. Þegar hún kom þangað, var hún vön að setjast í djúpan og góðan hægindastól, og svo bað hún með ómótstæðilega töfrandi raddblæ. — „Ó, Christian — o, inndælu telpurnar mínar, spilið þið nú dálítið fyr- ir mig“. Og feðginin þrjú höfðu víst sjaldan haft þakklátari áheyranda og skilningsríkari. Þá sat fulltrúinn og at- hugaði hana gaumgæfilega. Hún leit al- drei af „Christian“, sem hún auðsjáanlega dáðist mjög að. Og djúp ást blikaði í aug- um hennar. Og fulltrúinn andvarpaði. Hann hugsaði um önnur augu, sem blik- uðu af þverúð — bræði og kátínu. Og enn önnur augu, sem blikuðu af mildi og eins- konar blíðu. — Svo fjölbreytt gat blik augnanna verið. — Malla frænka — þessi góða sál — tók henni þegar með móðurlegri ástúð og blíðu. Hjarta Möllu frænku var afar rúm- gott. „Christian“ er svo hamingjusamur“, sagði Malla frænka. í tvö stutt ár hafði Christian gert einkasystur hennar að „lukkulegustu manneskju í heimi“, — þar af leiðandi verðskuldaði Christian alla þá hamingju, sem hann gat nálgast. Og Malla frænka hugsaði sér, að nú sæti litla rómantíska Signý hátt upp í himni sínum og legði blessun sína yfir þetta. Og úr því Signý gerði það, þá gerði Malla frænka það líka. Hún óskaði þeim allrar blessunar. Og sýslumaðurinn og unnusta hans urðu bæði djúpt hrærð. Þau höfðu verið gefin saman í Ósló í kyrrþei. Fámennur miðdegisverður með nokkrum af ættingjum hennar var allt og sumt. — „Hálfs mánaðar hringferð í okkar eigin kæra Noregi“, hafði verið hámark óska ■ungu frúarinnar. Og nú var þeirri hálfs- mánaðar ferð lokið. — Annað kvöld áttu þau að koma, og frú Álfhildur átti að setjast að í ríki sínu. Hinir afsettu stjórnendur höfðu þvegið og fágað, svo að húsið allt hátt og lágt skein og ljómaði eins og „nýsleginn skildingur“, að því er Malla frænka sagði. — Það vantaði ekkert nema ný blóm í skálarnar og háu kristallsglösin. — En það átti Aníta að sjá um seinna. — — „Já“, sagði Malla frænka, um leið og hún hellti rjóma í kaffið, „það verður í mörgu að snúast fyrir svona unga konu — en þeim sem Guð veitir embætti, gef- ur hann einnig vit“. — Fulltrúinn litaðist um. „Hvað varð af Hildu? — Ég hefi því miður ekki máltæki á reiðum höndum, svo að ég geti svarað yður í hvellinum — góða Malla frænka, en — annars er ég yður sammála“. „Ég held, að hún sé verulega dugleg11, sagði Aníta —■ „og þegar við verðum búnar að búa um okkur á „Skógarvegin- um“, þá verður allt saman gott og bless- að“. „Fyrir ykkur, já! — En ég, sem verð eftir!“ sagði fulltrúinn. „0“, sagði Aníta áhugalaust, — „þér saknið okkar sennilega ekki svo mikið“. „Hvaða heimsku-þvaður er í þér núna, Aníta“, sagði Hilda, sem kom utan úr garðinum með prestakraga í hendinni. „Það vantaði nú bara, að hann skyldi ekki sakna okkar! — Æ, góðu, helltu í bollann minn! Ertu búin að hella í hann? Ég vil ekki volgt kaffi, skilurðu. — Helltu því úr bollanum —“. „Rósunum hefir víst ekki verið vökv- að í dag“, greip fulltrúinn fram í. „— rósunum. Fulltrúinn segir, að þú hafir ekki vökvað þeim í dag“, sagði Hilda feimnislaust. Er ég heimtufrek? Nei, veiztu nú hvað, Malla frænka. — Er

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.