Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 30
E. M. Hull Arabahöfdinginn. Astarsaga úr eyðimörkinni. Helgi Valtýsson þýddi. (Framli.) Hún reið hratt hverja míluna eftir aðra og fjarlægðist æ meir og meir tjald- búðirnar, sem höfðu verið fangelsi henn- ar, og manninn, sem hún hataði innilega, af því hann hafði leyft sér beita hana svo illri og andstyggilegri meðferð. Er henni varð hugsað til hans, lagðist aftur yfir hana eins og farg hin gamla angist og kvíði, er alltaf hafði dregið mátt úr henni. Ef eitthvað óvænt skyldi nú koma fyrir? Ef þeir næðu henni aftur? Það fór hræðsluhrollur um hana, og hún rak upp ofurlítið angistarvein — en á svipstundu hafði hún áttað sig og náð fullu jafn- vægi. Það var öldungis óhugsandi! Hann gat ekki vitað, í hvaða átt hún hefði flú- ið, og hún hafði margra tíma forhlaup á einum af allra beztu hestum hans. Hún reyndi að láta vera að hugsa til hans. Hún hafði nú sloppið burt frá honum og hans grimmilegu harðstjórn — nú var það aðeins ljótur draumur, sem var lið- inn hjá! Að vísu myndi hún aldrei fram- ar verða hin sama Díana Mayo og áður, aldrei! En hinn daglega ótta, hina iðu- legu niðurlægingu og auðmýkingu, var hún nú laus við, — þessa niðurlægingu, sem rak blygðunarroðann upp í kinnar hennar og fyllti hana hatri gegn sjálfri sér og manninum, sem hafði sveigt hana með ofbeldi undir vilja sinn. Unga stúlk- an hugprúða, sem hafði riðið út frá Biskra borginmannleg og sigri hrósandi, hún var eigi framar til. Sú Díana Mayo, er nú hafði snúið aftur, var reynd og þroskuð kona, sem hlotið hafði þroska sinn og bitra þekkingu af auðmýkjandi reynslu. Silfri hafði lægt sprettinn og fór nú á fjaðurmögnuðu tölti, sem hestar Ahmed Ben Hassans voru svo víðfrægir fyrir. Díana leit í kringum sig björtum augum. Framundan henni lá elskulega eyðimörk- in hennar, og nú gat hún loksins notið hennar óttalaus og óþvinguð! Hún elsk- aði þessa takmarkalausu bylgjumynduðu víðáttu, og áhugi hennar og hrifni jókst með hverjum bylgjuhrygg, sem Silfri náði. Hvað skyldi vera handan við þann næsta. Og hinn? í liðuga klukkustund kom hvert leitið á eftir öðru í sandgráu tilbreytingarleysi, unz eyðimörkin lá allt í einu á ný flöt og víðáttumikil fyrir aug- um hennar, og hún gat séð óraleiðir frá sér. í fjarska eygði hún fáeina pálma og stefndi nú þangað. Sennilega var þar uppspretta, og nú var komið mál til þess, að hún og hesturinn fengju ofurlitla hvíld. Þetta var aðeins örlítil vin, og hún stöðvaði hestinn og fór af baki hálf kvíð- in yfir því, hvort hún myndi finna þá uppsprettu, sem hún vænti þar. En hún var þar samt, og þó hún væri bæði grugg- ug og full af leirleðju, fór hún að reyna til að hreinsa hana, eins og henni var frekast unnt, til þess að hún og Silfri skyldi bæði fá nægju sína. Hesturinn tog- aði í tauminn og vildi komast í vatnið. Það reyndist erfitt verk að hreinsa lind- ina, en það tókst samt, og Silfri gat sval- að þorsta sínum. Svo spretti hún af hon-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.