Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 37
ARAB AHÖFÐIN GINN 131 ingu, og óðara hlupu fram tveir menn og héldu í hestinn, meðan höfðinginn rétti Díönu að Yusef, sem tók á móti henni. Hún var stirð í öllum limum og lá við svima, og ungi maðurinn fylgdi henni og studdi hana inn að tjaldskörinni, en hvarf svo aftur til baka í hinn þétta hóp manna og hesta. Þegar Díana var komin inn í tjaldið, hneig hún dauðþreytt niður á dívaninn og faldi andlitið í höndum sér, skjálfandi af þreytu og kvíða. Hvað myndi hann nú gera við hana? Hvað eftir annað spurði hún sjálfa sig þeirri spurningu og reyndi að einbeita og efla þrek sitt og þor til að mæta honum. Loksins heyrði hún rödd hans, og er hún leit upp, sá hún hann standa í tjalddyrunum. Hann sneri baki að henni og var að gefa mönnum sínum einhverjar fyrirskipanir. Loksins sneri hann sér við og gekk inn í tjaldið og Dí- ana titraði öll, er hún sá svip hans, og hnipraði sig saman á koddunum, en hann gaf henni engan gaum, kveikti sér í vind- lingi og tók að ganga fram og aftur um tjaldið. Tveir þjónar komu hljóðlega inn með máltíð, sem þeir höfðu matreitt í skyndi. Díana hafði ekki bragðað mat allan dag- inn og neyddi því fáeina munnbita ofan í sig. Höfðinginn mælti ekki orð af munni og lét, sem hann sæi hana ekki. Loksins var máltíðinni lokið, og þjónninn fór út, er hann hafði borið inn tvo litla kaffi- bolla. Henni gekk illa að koma sínu kaffi niður, en höfðinginn var aftur farinn að ganga um gólf, eirðarlaust, fram og aftur í sífellu og reykti hvern vindlinginn á fætur öðrum. Þetta gerði Díönu stöðugt órólegri, svo að hún að lokum hrökk við í hvert sinn, sem hann gekk fram hjá henni, þar sem hún lá samanhnipruð á dívaninum, og augu hennar, dauðskelkuð, héngu eins og töfruð við andlit hans. Hann leit ekki við, en leit aðeins öðru hvoru á armbandsúr sitt, og svipur hans varð í hvert sinn þyngri og ægilegri. Tvisvar kom Yusef inn með einhver skilaboð, og í seinna skiftið kom höfðing- inn hægt gangandi inn aftur úr tjalddyr- unum, þar sem hann hafði staðið stund- arkorn og talað við Yusef, staðnæmdist fyrir framan Díönu og horfði einkenni- lega á hana. Ósjálfrátt rétti hún út hendurnar eins og í varnarskyni og hjúfraði sig skelkuð niður í koddana, og augu hennar hvim- uðu til og frá og þorðu eigi að horfast í augu við hann. „Hvað ætlið þér nú að gera við mig?“ hvíslaði hún ósjálfrátt með skrælþurrum vörum. Hann horfði gaumgæfilega á hana stundarkorn án þess að svara, eins og hann vildi teygja kvalir hennar sem lengst, og augnaráð hans var grimmdar- legt. „Það er undir því komið, hvernig Gaston vegnar“, sagði hann að lokum. „Gaston?“ endurtók hún skilningssljó. Hún hafði algerlega gleymt þjóninum — í æsandi viðburðafjölda dagsins hafði hann bókstaflega horfið úr huga hennar. „Já — Gaston“, sagði hann alvarlega. „Þú virðist ekki hafa hugsað út í það, hvað fyrir hann kynni að geta komið?“ Hún reis hægt upp á dívaninum og horfði á hann, eins og hún áttaði sig ekki enn. „Hvað ætti að geta komið fyrir hann?“ spurði hún forviða. Hann dró tjaldskörina til hliðar og benti út í myrkrið. „Þarna langt í suð- vestri er gamall höfðingi, Ibrahim Omair. Kynkvíslir okkar hafa verið fjandmenn öldum saman. Upp á síðkastið hefi ég komist á snoðir um, að hann hefir hætt sér nær vorum landamærum en nokkru sinni áður. Hann hatar mig. Það myndi því meiri fengur fyrir hann að geta hand- samað einkaþjón minn, heldur en hann nokkurntíma hefir getað dreymt um!“ Hann lét tjaldskörina falla og tók á ný 17*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.