Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 45
ARAB AHÖFÐIN GINN 139 hefði höfðinginn leyft henni það; en hún var alltaf óróleg og kvíðandi hans vegna, hvert sinn er höfðinginn reið honum, þótt hún vissi, að einmitt hann var eini mað- urinn, sem hesturinn þoldi á baki sér, og að höfðinginn hafði hestinn algerlega á valdi sínu. Hún gekk hægt til hans. „Ég hefi höfuð- verk af því að vera inni allan daginn. Má ekki Gaston ríða út með mér dálitla stund?“ spurði hún ofurlítið _vandræðaleg og þorði ekki að líta framan í hann. Hann hafði ekki leyft henni að ríða út með neinum öðrum en sjálfum sér, síðan flótt- ann góða, og hafði neitað henni ákveðið að taka upp aftur útreiðar sínar með Gaston, er hún nokkrum sinnum hafði ymprað á því. Hún sá, að hann hikaði við svarið og kveið fyrir neitun hans, en leit svo á hann bænaraugum. „Æ, jú, má ég það ekki, monseigneur?“ hvíslaði hún auðmjúklega. Hann leit einkennilega á hana. „Ætl- arðu kannske að strjúka einu sinni til?“ spurði hann hörkulega. Henni vöknaði um augu, og hún sneri sér undan til að leyna því. „Nei, ég ætla ekki að strjúka aftur“, sagði hún svo lágt, að varla heyrðist. „Gott og vel! Ég skal segja honum til. Hann verður hrifinn, sá góði Gaston. Hann er þinn hlýðni þræll, þrátt fyrir brellu þá, sem þú gerðir honum. Hann er inndælis strákur, le pauvre diable!* Hann er víst enginn Arabi, Díana litla?“ Glettninni brá aftur fyrir í augum hans, er hann sneri andliti hennar að sér á sinn venjulega harðleikna hátt, sem enga mót- spyrnu þoldi. Svo rétti hann henni allt í einu marghleypuna, sem hann hafði ver- ið að fága, alvarlegur á svip. „Ég vil, að þú hafi hana alltaf hjá þér, þegar þú ríð- * »veslings djöfullinn«; sbr. á dönsku: »den sölle Djævel«. Þýö. ur út. Ibrahim Omair er alltaf á sveimi hér nærlendis!“ Hún leit á hann skilningssljó. „En —“ sagði hún. Hann skyldi þegar, hvað hún var að hugsa, laut ofan að henni og kyssti hana létt og snöggt. „Ég treysti þér“, sagði hann rólega og gekk leiðar sinnar. Hún fylgdi honum fram að tjalddyrun- um og hélt á skambyssunni í hendinni og sá hann ríða á brott. Augu hennar ljóm- uðu, er hún sá hann halda hinum tryllta gæðing í skefjum. Svo sneri hún við og gekk inn aftur í tjaldið, stakk marghleyp- unni í hulstrið, sem hún hafði skilið eftir á einum stólnum, svo tók hún eina af bókum Saint Huberts ofan úr bókahill- unni stakk henni undir handlegg sér og fór með hana og marghleypuna inn í svefnherbergið, kallaði á Zíluh til að biðja hana að hjálpa sér úr háu reiðstíg- vélunum, og fleygði sér svo niður á dí- vaninn, til þess að eyða morguntímanum og reyna að skapa sér mynd af höfundin- um með því að lesa bók hans. Hún hataði hann að óséðu. Hún var blátt áfram afbrýðisöm. Hin óvænta blíða höfðingjans hafði vakið hjá henni von, sem hún þó varla áræddi að hugsa til hlítar. Gat eigi hugsast, að vald það, er hún hafði haft á öðrum mönnum, gæti einnig náð til hans, þrátt fyrir þessa liðnu mánuði, þegar eingöngu hennar líkam- -lega aðdráttarafl hafði verið honum nokkurs virði? Gæti eigi hugsast, að hjá honum gætu þróast tilfinningar, sem væru hreinni og göfugri en hin frum- stæða þrá, er hún hafði vakið hjá honum? Þótt hann væri Austurlandamaður, gæti hann þó, ef til vill, eignast og varðveitt hjá sér djúpar og varanlegar tilfinning- ar? Ef til vill, ef til vill hefði hann farið að elska hana, ef þessi óvelkomni vinur hans hefði eigi komið allt í einu upp úr kafinu og myndi nú rjúfa hina daglegu 18*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.