Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Blaðsíða 47
ARAB AHÖFÐIN GINN 141 lega, hleypti í sig kjarki, spratt upp og fór í stígvélin, setti mjúkan flókahatt á höf- uð sér og stakk í belti sér markhleypuxmi, .sem höfðinginn hafði fengið henni. Gaston varð allur að einu brosi, er hún loksins komst út til hestsins. Sem allra .snöggvast varð henni hugsað til þess með hlygðun, er þau síðast riðu út saman. En irá því hann birtist á ný í tjalddyrunum kvöldið góða, vissi hún, að hann bar eng- an kala né óvild til hennar, og að áhyggju- svipur hans og orðafálm við höfðingjann .stafaði ekki af ótta við það, hvað fyrir hana kynni að hafa getað komið í eyði- mörkinni, heldur óttinn við það, hvers hún nú myndi eiga von í höndum hús- bónda hans. Hestur sá, sem hún reið nú ætíð, var fallegur, fannhvítur gseðingur, er nefnd- ur var Dansandi, og stafaði nafn þetta af því, að hann hafði þann vana, er honum var riðið af stað eða stöðvaður, að rísa upp á afturfótunum og dansa í kring eins og fjölleikahestur. Það var því erfitt að komast á bak honum, og hann hörfaði nú einnig undan til hliðar, er Díana ætlaði að stíga í ístaðið. Loksins komst hún þó á bak, og um leið og hann hætti öllum sín- um kúnstum og kenjum, var Gaston einn- ig kominn á bak sínum hesti. „Síðan ég fór að ríða Dansanda, væri ég ekkert smeik við að verða félagi í Concours Hip- pique“, sagði hún hlæjandi og leit um öxl og keyrði síðan hestinn sporum. Það var henni mikið áhugamál að fá .sem mesta og erfiðasta líkamlega hreyf- ingu, svo hún gæti orðið verulega þreytt og farið að hugsa um eitthvað annað en það, sem hugur hennar í sífellu snerist um, og nú hafði hún fullt í fangi með að hemja hestinn. Hún mátti ekki sleppa af honum huga stundarkorn. Hún lét hann teygja sig á harðasta spretti bæði vegna hans sjálfs og einnig sín vegna, og hreina útiloftið og hreyfingin ráku skjótt höfuð- verk hennar á brott, svo að hún varð að lokum glöð og ánægð. Að nokkurri stund liðinni stöðvaði hún hestinn og gaf Gaston bendingu um að koma til sín. „Segið þér mér nú eitthvað um þennan greifa de Saint Hubert, sem á að koma. Þér þekkið hann sennilega, úr því þér hafið verið svo lengi hjá Monseigneur?“ Gaston brosti. „Já, ég þekkti hann meira að segja áður en Monseigneur. Eg er fæddur á herragarði föður hans, bæði ég og Henri, tvíbura-bróðir minn. Við hirt- um báðir veðhlaupahesta monseigneur le Comte, og er við höfðum innt af hendi herskyldu okkar í riddaraliðinu, varð Henri þjónn hjá monsieur le Vicomte, og ég hjá Monseigneur". Díana tók af sér hattinn og þurrkaði sér um ennið og var hugsi. Fyrír fimm- tán árum síðan hlaut Ahmed að hafa ver- ið á tvítugsaldri. Hversvegna skyldi ar- abahöfðingi á þeim aldri — eða á hvaða aldri sem hann var — hafa breytt þver- öfugt við það, sem venja var í hans landi og taka sér franskan einkaþjón, og hver var ástæðan til þess að franskur þjónn fylgdi Arabahöfðingja út í eyðimörkina langt burt frá allri siðmenningu? Hvert sem hún sneri sér, sá hún enga leið út úr þeim leyndarmálum, sem umkringdu mann þann, er hún unni. Hún sneri sér aftur að Gaston til að spyrja um fleira viðvíkjandi gestinum, og nú sat hún á hestbaki og horfði á hann stórum spurnaraugum og reyndi að veifa hattinum til að svala kinnum sín- um samtímis með að halda Dansanda í hömlu. Hestur Gastons stóð grafkyrr, og gat Frakklendingurinn því hæglega þurrk- að af sér svitann. Díana hætti við að spyrja. Gaston, sem var fæddur og upp- alinn á hinum gamla herragarði, myndi auðvitað ekki vilja segja neitt þaðan, og er öllu var á botninn hvolft, var senni- lega réttast, að hún sæi sjálf og dæmdi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.