Nýjar kvöldvökur - 01.07.1942, Síða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1942, Síða 43
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 137 Dolores, er hann nefndi Perluna í Sonora, þá svaraði hann: ,,Ef mínum rauða bróðir er einhver þægð í, þá getum við viðurkennt að hann hefir rétt fyrir sér. F.n ef hann á eitthvað óræ.tt við Perluna í Sonoya, þá er hún hér. Sam- talið verður að vera stutt, því við getum ekki lengi gleymt því, að óvinur okkar á í hlut.“ „Bleika blóm“, hóf indíánahöfðirjginn niál sitt. „Svartifálki kemur ekki sem yíga- maður, heldur sem boðberi friðarins. Bræð- ur mínir, indíánarnir, eru fúsir til sátta við hina hvítu innflytjendur og munu láta lausan hinn unga bróðir þinn, ef þið sem búið í hinum stóra gamma hverfið brott þaðan og brott úr þessum lendum, sem frá ómunatíð hafa tilheyrt ættfeðrum apac- hanna. Svartifálki er fús til að láta ykkur- í té nauðsynlega, fylgd til næstu nýbyggðar." „Ég mun með gleði jafnvel yfirgefa óðal föður míns ef ég með því get frelsað bróður minn og þjónalið“, svaraði Donna Dolores í stundar fögnuði. „Trúðu honum ekki", kallaði þá faðir Matteo. „Loforð indíánans eru einkis virði, ef hvítur maður á í hlut. Láttu mig tala við bann. — Og ef við göngum ekki að skilmál- «m þínum, hvað þá?“ kallaði hann til Svartafálka. „Ef þú talar í nafni húsmóður þinnar, þá er svar Svartafálka þetta: Verði ekki gengið að skilmálum okkar, þá verður haci- endan jöfnuð við jörðu og íbúarnir látnir líða hinn kvalafyllsta dauðdaga. Stríðs- menn Svartafálka eru jafnmargir trjám skógarins og dropum ltafsins. Svartifálki mun berjast til sigurs, þótt hann verði að fórna til þess helftinni af sínum hraustu stríðsmönnum. Hvíti höfðinginn, sem við höfum sem gísl, mun verða leiddur til písl- arstaursins. Konur pekoanna og börn skulu fá að skemmta sér við að steikja líkama hans með glóandi járnum". Svartifálki bjóst til að fara með band- ingjann, er hann hafði þetta mælt. „Bíðið!“ hrópaði Donna Dolores, „ég fellst á. . . .“ Faðir Matteo greip fyrir munn hennar, svo að hún fékk ekki lokið við setninguna. Svarti fálki bjóst við að Don Jaime, sem átt hafði þess nægan kost að kynnast grinnnd og hlífðarleysi indíánanna, mundi 'á síðustu stundu eggja systur sína á að láta undan kröfum indíánanna, en sú von brást. „Systir!“ kallaði Don Jaime. „Ætlar þú að treysta loforðum þessa rauða hunds og selja honum í hendur þig sjálfa ög búgarð- inn, til þess að frelsa mig? Trúðu mér, -r meira glapræði gætir þú ekki framið. Með klækjum hyggst hann að komast yfir það, sem honum annars með valdi og miklum mannfórnum, eða alls ekki, tækist að fá. Ó- stjórnlegur hefndarþorsti knýr hann til ill- verkanna. Hann hefir svarið þess dýran eið, að hætta ekki ofsóknum sínum, f.yrr en haciendan er jöfnuð við jörðu og íbúar hennar dauðir. Aðeins þér vill hann þyrma, vegna fegurðar þinnar. Hann hefir ákveðið að flytja þig til gamma síns og gera þig að frillu sinni.“ Donna Dolores huldi andlitið í höndurn sér. „Guð minn góður, hvað á ég að gera" stundi hún. „Gefðu þessum rauða djöfli viðeigandi svar“, svaraði Don Jaime. „En bróðir minn, hvað verður um þig?“ „Vertu Ókvíðin mín vegna. Ég verð aldrei fórn þessara rauðu varmenna. Jalnvel þótt ég stæði bundinn við píslarstaur þeirra, þá mundi ég ekki örvænta“. Systkinin höfðu talað saman á ensku, svo Svartifálki skyldi ekki hvað þeim fór á milli. „Nú“, spurði hann, „hvað hefir Perlan í Sonora ákveðið?“ „Hún segir að þú skulir fara til fjandans!" svaraði Don Jaime fyrir systur sína. „Hún 18

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.