Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Side 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Side 6
52 „KYNLEG HUNDGÁ OG NEYÐARÓP" N. Kv. að mynd þeirra eða eftirlíking mótaðist í ijósvakaefnið. Sigurður Guðmundsson seg- ir: „En þeirri spurningu skýtur ósjálfrátt upp, þótt henni verði að líkindum aldrei fuhsvarað, hvort óhljóðin, sem heyrðust í hundunum á Æsustöðum, og hjálparköllin sem heyrðust í Tungunesi, geti ekki hafa verið í eins konar sambandi við samræður þeirra lestamannanna um drukknun þeirra Hannesanna." — Samkvæmt því, er áður er sagt um skýringu bókarkaflans, er getgáta Sigurðar Guðmundssonar hár rétt. Pegar Guðmundur Klemenzson segir Ei- ríki Jónssyni frá Djúpadal frá slysförum þeirra nafnanna á Móvaði, haustið 1882, þá endurkallar hann „neyðaróp“, sem mótaðist í Ijósvakanum um leið og þeir nafnar drukknuðu og heimafólkið í Bólstaðarhlíð heyrir ópið. — Sigurður Guðmundsson get- ur þess ekki, hvort hundunum á Æstustöð- um hafi verið veitt nokkur sérstök athygli meðan á hinu æðislega gelti þeirra stóð. Þetta skiptir nokkru máli. Hafi einhver gengið fram og verið sjónarvottur að æði þeirra og hávaða, þá tæki það af öll tvímæli um að læti þeirra hefðu raunverulega gerzt haustið 1888. Um hitt gæti verið að ræða, að hundar þei'r er heima áttu á Æsustöðum 1882, hafi haft veður af neyðarópi þeirra nafnanna, er þeir voru að drukkna, og þá hafi raunverulega gerzt það, sem endurtek- ur sig á Æsustöðum 1888. Það eru þá Æsu- staðahundarnir frá 1882, sem sennilegast er að heyrzt hafi til 1888. Óhljóðum þeirra endurvarpar ljósvakinn eftir sex ár, en það er frásögn Guðmundar Klemenzsonar í Ból- staðarhlíð, sem leysir þau úr læðingi. Sé hægt að fá vissu fyrir, að hundunum á Æsu- stöðum hafi verið veitt athygli haustið 1888, þá horfir málið þannig við, að frásagan sefjar rakkana á Æsustöðum um leið og hún framkallar neyðarópið frá 1882. Grænu bolfarnir. JÓNAS RAFNAR þýddi. Saga vor hefst um áramótin 1870—71, þegar Þjóðverjar sátu um Parísarborg. Hver sprengjan á fætur annarri kom þjótandi inn yfir borgina, og dimmar skotdrunurnar frá fallbyssum óvinanna yfirgnæfðu öðruhvoru hvellina frá sprengjunum og brak og bresti hrynjandi múrveggja. Fáir hættu sér út á göturnar vegna skothríðarinnar. — Eg var þá sjálfboðaliði í rauða krossinum, og eitt kvöld, er eg var á heimleið frá störfum mínum, tók eg eftir hárri stúlku, sem ber- sýnilega var af heldra tægi og að minni hyggju ensk; hún var á leið yfir götuna. Þá heyrðist allt í einu hvinur og hvæs, hvellur af sindrandi sprengju og síðan skelfingaróp nokkurra áhorfenda, þegar enska stúlkan datt niður og lá hreylingarlaus á götunni. Við lyftum henni upp, bárum hana í hlé við skothríðina, og kom þá í Ijós, að hún var með lífi. Sprengjuflís hafði snortið vinstra gagnauga hennar, svo að sást í dökk- rauðan blett undir ljósu hárinu, en við höggið hafði hún rotazt. Til allrar ham- ingju var nafn hennar og heimilisfang skrif- að á dálítið blaðahylki, sem hún hafði lialdið á og í voru nokkrar vatnslitamyndir. Á því stóð „Maud Neville, Rue Montcha- gun no. 37.“ Við bjuggum í skyndi til börur úr nokkr- um spírum úr hrundum húsurn þar í nánd- inni, og svo fékk eg tvo verkamenn fyrir góða borgun til að bera með mér ungfrú

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.