Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Blaðsíða 20
66 SLÆM FYNDNI N. Kv. Er það ekki að stela frá Pétri til þess að borga Páli?“ „Jú, herra,“ sagði leikarinn, „en yðar hátign þarf ekki að óttast, að það verði goid- ið líku líkt, því að vissulega mun engum detta í hug að stela frá Páli til þess að borga Pétri.“ Svarið var biturt, en keisarinn hafði (,ft heyrt viðlíka svör og ekki fengizt um þau. En að þessu sinni sortnaði hann í framan og skildust menn frá borði í þungu skapi. Fragéra var þungt niðri fyrir. Hann, sem hafði gert sér fyndni að atvinnu, hafði nú vegna misheppnaðrar fyndni beðið ósigur. Þetta var um miðsvetrarleytið og því enn dimm nótt. Undir morgun vaknaði Fragéra við ákafa barsmíð á dyrnar. Hann fór á fætur og opnaði og — hver getur hugsað sér ótta hans, — úti fyrir stóð foringi í her- liði keisarans og fiinm menn úr lífverðin- um, með alvæpni. Foringinn rétti honum tilkynningu útgefna af keisaranum, sem skipaði svo fyrir, að hann skildi samstundis flytjast til Síberíu. Fragéra varð sem steini lostinn og hrópaði: „Hverskonar glæp hefi ég framið, sem verðskuldar slíka hegningu! Er það ómögu- legt, að ég geti fengið að sjá keisarann, og að mér leyfist að fleygja mér fyrir fætur hans og biðja hann miskunnar?" , Já, það er ómögulegt. Skipunin var á- kveðin — og Páll keisari gætti þess ná- kvæmlega að skipunum sínum væri bók- staflega fylgt. — Hið eina sem foringinn — sem var einn af vinum Fragéra — veitti honum fyrir þrábeiðni hans, var nokkurra mínútna frestur til þess að ganga frá nokkru af fötum og þvottaáhöldum til að hafa með sér. Svo var farið með hann að vagni, er beið hans stutt frá húsinu, og var hann umkringdur af öflugri riddaraliðs-fylgdar- sveit. Tveir hermenn með brugðum sverð- um og skammbyssur í beltum, settust við hvora hlið hans í vagninum. Síðan var dyrunum lokað og vagninum ekið burt með hraðri ferð. Vesalings fanginn var í niðamyrkri. Fylgdarmenn hans önsuðu hon- um engu hvernig sem hann spurði þá, og þannig var haldið stöðugt áfram, lengra og lengra, þar til loks eftir langan tíma. að vagnhurðin opnaðist aftur. Það var kominn hábjartur dagur, en það var ekki lengi sem honum var leyft að njóta ánægju birtunnar; það var bundið fyrir augu hans og farið með hann inn í hrörleg- an kofa. Þegar inn kom var tekið frá aug- um hans, enda var myrkt í kofanum. Var síðan kveikt á týru og honum gefinn matur í tréskál — og má geta nærri hvort honum hefir ekki brugðið við, sem sat að allsnægt- um við borð keisarans kvöldið fyrir, að vera nú borinn hrár og vondur matur — mat- væli sem hann áleit algjörlega óæt. Auk þess hafði ha.mingjusólin í gær stráð geisl- um sínum yfir hann, en nú var hann fallinn í ónáð og gerður útlægur, ög varð að sætta sig við, — í viðbjóðslegu hreysi, — að neyta þeirrar máltíðar, sem hann daginn áður, mundi liafa fyrirorðið sig fyrir, að bjóða hinum auvirðilegasta þjóni sínum. — Um- hverfis sig sá hann aðeins svipþung, ógn- andi andlit og alstaðar ríkti þögn, enginn vék einu einasta hughreystingarorði til til hans. Vesalings Fragéra lá við örvílnan. Hinn vingjarnlegi foringi, sem hafði fylgst með til þess staðar, mælti nú við Fra- géra: „Ja, hér hljótum við að skilja, — er það nokkuð ennþá, sem ég get gert fyrir yður?“ „Talið við keisarann,“ stundi hinn ó- hamingjusami. „Arangurslaust! En, ef annars er eitt- hvað sem ég get gert, þá segið til. Ef þér óskið, skal ég geyma fyrir yður peninga yðar og fjármuni, þar til þér komið aftur.“ „Það er þó með, að mér verði aftur- komu auðið. Er ég ekki dæmdur til æfi- langrar útlegðar?“ „Alls ekki! Aðeins til sex ára, og þau líða fljótt! “

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.