Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Síða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Síða 33
N. Kv. FLÓTTAMENNIRNIR 79 spænsku. Meredith leit inn og blístraði. Ég leit líka inn í herbergið. Benet hékk þar á króki. Hann hafði hengt sig í skóreimun- urn sínum, sem hann hafði tvinnað saman íil að styrkja þær. Augun voru galopin. Handleggirnir og fótleggirnir hengu beint niður. Skórnir hans stóðu reimalausir á gólfinu. Andlitið var hræðilega afskræmt. ,,Ég hitti hann úti á götu,“ sagði barnið seinna, þegar hún var hætt að gráta, ,,og kann lofaði að gefa mér eitthvað, ef ég kæmi með honum. Svo að ég fór með hon- um, og hann fór með mig hingað upp, en svo varð ég hrædd og fór að gráta, og þá sagði hann: Ef þú hættir ekki að gráta, þá drep ég þig. Þá hætti ég að gráta af því að æg var svo hrædd, og svo.... Ég sagði hon- um að ég vildi fara til mömmu, og hann sagði: Jæja þá, ég skal ná í hana fyrir þig, °g svo sagði hann: Hvað heitir þú? Þá sagði ég honum að ég héti Marion Benet. Hvað gerði hann svo? Hann sagði ekki neitt, starði bara lengi á mig, og svo fór hann þarna inn í herbergið og barði í höfuðið á sér og hrópaði eitthvað, ég veit ekki hvað það var, og svo fór hann úr skónum og batt saman skóreimarnar. Ég varð svo hrædd um að hann ætlaði að fara að gera mér eitt- hvað, en hann var kyrr inni í herberginu °g svo heyrði ég eitthvað skrítið hljóð, eins °g hann væri að kafna, og þá varð ég ennþá hræddari og fór að gráta. Og ég grét og grét og svo kom einhver annar maður inn, og sá allt, og svo hljóp hann út aftur.“ ,,Það er maðurinn, sem kom á lögreglu- stöðina," sagði Meredith. „Aumingja barn- ið.“ Læknirinn sagði: „Þetta er víst nóg. Far- ið með hana á sjúkrahúsið." Einn lögreglu- þjóninn sagði: „Berið þið hana varlega." Annar lögregluþjónn: „Hvað eigum við að gera við manninn?“ „Skerið þið hann niður,“ sagði hinn. „Er hér nokkur sem veit, hver hann er?“ Enginn kannaðist við hann. Meredith mundi ekkert eftir honum frá Port of Spain. Benet hafði verið í fangelsinu, þegar Meredith heimsótti okkur á bryggjunni þar, og óvíst að hann hafi séð hann, þegar hann kom að kveðja okkur. „Jæja, hér höfum við víst ekkert meira að gera,“ sagði Meredith. „Ég vona bara að þrjóturinn hafi verið lengi að murka úr sér lífið. Það er verst að ég fæ ekki að vita nafnið á honum. Fréttagreinar verða alltaf minna virði, ef engin nöfn fylgja. . . . Við skulum fara.“ Svo fórum við. Þegar ég kom um borð í skonnortuna, seinna um kvöldið, sagði ég félögum mín um, að ég hefði séð Benet og að hann mundi ekki fara' með okkur. Ég lét á mér skiljast að hann væri mjög ánægður að verða eftir í Santiago de Cuba ogþeirspurðumigeinsk- is. En seinna, þegar hinir voru sofnaðir, og við Cambreau sátum einir aftur í skut þá spurði ég hann: „Vissir þú að þetta mundi koma fyrir?“ „Já,“ sagði hann. „Ég vissi það.“ „En hvað verður um barnið?“ spurði ég. „Hvernig getur —“ „Hún gleymir því.“ „En kvalirnar og angistin —“ „Allt horfið," sagði hann. „Læknarnir verða undrandi." „Þetta var hræðilegt," sagði ég. „Áþekk nöfn,“ sagði Cambreau, „fengu hann til að skilja sjálfan sig.“ „Nú,“ sagði ég hugsandi. „Hún var — það hefir þá ekki verið dóttir hans?“ „Ekki var það nú svo slæmt,“ sagði Cam- breau. Benet hafði að lokum tekið sinnaskipt- um. Hann hafði haldið að barnið væri dótt- ir sín, og á svipstundu sá hann alla sína fyrri glæpi og iðraðist synda sinna. Dauði hans var þögull vottur um það. XV. Við sigldum af stað klukkan tíu, morg-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.