Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Side 45
N. Kv. BLANDAÐUR FLUTNINGUR 91 Þá voru tveir vagnar fullir af pólitískum föngum; í öðrum þeirra var ég. Þá voru enn tveir vagnar fullir af ungum stúlkum; þær átti að flytja á herstöðvarnar, svo að hermennirnir gætu liaft þær sér til gamans. Að síðustu voru svo sex vagnar fullir af verkamönnum. Þetta er það sem kallaður er blandaður flutningur!“ Eftir á að gizka klukkustundar ferð er numið staðar, og vagnarnir, sem verka- tnennina geyma, eru leystir út tengslum. Á annarri stöð eru verkfæru Gyðingarnir teknir úr lestinni en í staðinn er bætt tveim- ur vögnum af Töturum, það á að sótt- hreinsa þá. Alls þessa verðum við vísir af að hlusta, þegar numið er staðar. Við höfum ekkert fengið að borða eða drekka. Aðeins konurnar, sem eru á leið til að verða leik- föng herforingjanna, hafa fengið hressingu. Skömmu fyrir dögun verða stunur eim- reiðarinnar stuttar og tíðar eins og andar- dráttur mæðins manns.. Af því ráðum við að farið sé upp á móti. Við verðum þess einnig varir að andrúmsloftið er kaldara, og að stormur muni vera úti fyrir. Af öllu þessu ráðum við að við séum á leið upp til fjalla í nánd við einhvern útjaðar ríkisins. Lestin nemur staðar og þegar orðið er al- bjart sjáum við að eimreiðin hefir verið leyst frá lestinni og er horfin, en lestin stendur á járnbrautarspori, sem liggur að gamalli gxjótnámu. Ef til vill þekkið þér þennan fjalllendishluta okkar? Þar er ekk- ert nema grjót og kalk og þar er jafn autt og tómt eins og í kulnuðum gýg í tunglinu. Þegar birtan skýrist, sjáum við tvo vagna, sem standa út af fyrir sig. Þeir líkjast einna helzt feikna stórum húsgagna-flutninga- vögnum. Þeir standa á götustúf, sem liggur að gömlu grjótnámunni. Tilvera þeirra sýnist þýðingarlaus, en jró höfðum við heyrt kvis um kynlega gerða vagna, en við viss- um ekkert fyrir víst. Okkur virtist útblást- urstúðurnar eðlilegar titlits. Lestin stóð marga klukkutíma á þessum eyðilega stað án þess að nokkuð gerðist. Sól- in hækkaði á lofti, og grárri urðinni og kalksteininum hitnaði, og það myndaðist litbrá í loftinu yfir járnbrautarteinunum, og lyktin í vagninum okkar varð óþolandi. Við tókum þá einnig eftir að verið var að höggva og klóra í þakið á vagninum, og litlu síðar komumst við að raun um að hóp- ar stórra fugla höfðu setzt á þök vagnanna, sem geymdu hinn blandaða flutning. Lík- lega hafði lyktin af lestinni dregið þá þang- að. Við sáum þá einnig fljúga í hringum yfir urðinni og klettunum. Aldrei hafði ég séð aðra eins fugla. Þeir höfðu sköllótt höf- uð en langan, boginn háls. Verðirnir gengu niður í grjótnámuna, þegar farið var að verða heitt, en settu áður upp vélbyssu. Þeir tóku með sér körfur, sem litu út sem þær hefðu mat að geyma. Þeir hafa sjálfsagt farið eitthvað afsíðis til að borða, svo að þeir hefðu matarlyst fyrir lyktinni af okkur. Stundirnar liðu. Við höfðum lyktina og fuglana að una við. Þegar leið að hádegi, fóru konurnar í einum vagninum að hljóða. Fyrst voru það ekki nema ein eða tvær, en brátt tók allur hópurinn undir. Þá hófu fuglarnir sig til flugs af vagnþökunum. Ég hefi heyrt menn æpa, þegar þeir hafa verið barðir eða píndir á annan hátt, en það var ekkert hjá ópi kvennanna. Kvein þeirra smugu gegnum merg og bein. Það var eins og glóandi nálum væri stungið gegnum heilann. Maður missti allt jafnvægi og fékk löng- un til að æpa með þeim. Eftir nokkra stund kom vörður hlaup- andi. Hann skaut nokkrum skotum upp í loftið, því að ekki þorðu þeir að opna vagn- inn. Þegar skotin báru ekki árangur, dældu verðirnir vatni yfir konurnar og bar það nokkurn árangur. Við urðum þess vísir seinna hver var ástæðan til hávaðans. Meðal kvennanna var hjúkrunarkona. Henni 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.