Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Page 49

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1946, Page 49
N. Kv. BÓKMENNTIR 95 gamalsaldri tekið að fást við ritstörf. Er skemst frá að segja um bók þessa, að hún hefir að geyma ágætar lýsingar af lífi manna við Breiðafjörðinn á síðari hluta aldarinn- ar sem leið. Lýsing höf. á bernskuheimil- inu, Hjöllum í Gufudalssveit er frábærlega góð, svo að hana má hiklaust telja meðal kins fremsta, ey ritað hefir verið af því tæi á íslenzku. Margir fleiri þættir eru þarna góðir, og bókin sem heild hin merkasta. Eins og fyrr getur tók höf. fyrst á gamals- aldri að skrá þessa minningar sínar, má sjá þess sumstaðar merki á stílnum, að frásögn- na er óþarflega margorð, en hins vegar ber iuin þess merki, að höf. skrifar þetta sér til hugarhægðar. Minningarnar leita fast á iiann og verða ljóslifandi. Ást hans á við- fangsefninu gefur bókinni óvenjulega hug- þekkan blæ, svo að hún mun eignast rnarga iesendur. Allmargar myndir prýða bókina. Fingrarim. Kaupmannahöfn 1838. Hér birtist ljósprentuð útgáfa af Fingra- rími Jóns biskups Árnasonar, er hún ljós- prentuð i Lithoprent á kostnað ísafoldar- prentsmiðju. Ekki veit ég hvort margir taka að iðka hina fornu mennt fingrarímið og reikna út almanök, þar sem hægt er að fá prentuð almanök fyrir harla lágt verð. En hitt er víst, að mörgum mun þykja bæði fróðlegt og skemmtilegt að kynna sér, hvern- ig forfeður okkar fóru að því að halda réttu tímatali. Fyrir þá, sem gaman hafa af reikn- ingsþrautum, er fingrarímið hreinasta gull- náma. Það var því vel til fundið að gefa það út nú í sínum gamla búningi, og er ánægju- legt að sjá, hversu vel tekst orðið ljósprent- un í Lithoprent. Bæði Fingrarímið og fleiri bækur, sem ljóspren-taðar hafa verið þar upp á síðkastið, eru órækt vitni þar um. Steindór Steindórsson. Kristín M. J. Björnsson: Tvö kvæði. Til Vestur-lslendinga. Hvað sástu fegurra ferð þinni í fannhvíta landinu, þar sem eg bý; Ijúft væri að skoða þá magnþrungnu- mynd nteð þér, ó vinur, af háljallatind. Alhvíta, skínandi búninginn bar blessaða landið, er hittumst við þar; hvað leizt þér svipmeira alheimi í, ástvinur hraðförli, landinu því? Veiztu, hve töfrandi vordýrðin er? Vetrinum eigi hún síðri er hér; þá muntu sjá, hvernig sólskinið blítt sveipar allt ljóma og gjörir sem nýtt. Hafirðu frétt um að hér fengi’ oft völd haustdimma nóttin svo löng og svo köld, skoðaðu nóttlausa vorið í vor, vordýrðar töfrandi, sólfögru spor. Allt er sem merlað af upphimins sól, öræfin víðu og dalanna skjól; íslenzkir blómálfar brekkunum í brosa af gleði í sólskini því.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.