Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Blaðsíða 6
36
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
setn hún vildi veita honum Iiðsinni sitt, þó
með mestu lítilþægni og hálffeimin. Svo spurði
húti hann í mestu einfeldni, hvernig hún gæti
orðið honum að liði. Með þessu hafði hún
nú unnið allan bug á manninum. Hann skóf
ekkert utan af fyrirætlunum sínum, sem voru í
því fólgnar, að ná drotningunni á sitt vald og
koma henni fyrir katlarnef. Hann sagðist hafa
fyrirheit um fulla poka af gulli frá fjandmönn-
um kcnungs fyrir sorgina og ástvinartapið,
sem Qústaf Aðólf biði, ef þetta hepnaðist.
Hann sagðist þekkja vel háttu drotningar, þeg-
ar hún væri að ferðast ein úti, til þess að
heimsækja aumingjana í borginni og líkna þeim
á ýmsan hátt. Petta ætlaði hann að nota sjer
á mjög slunginn hátt og hjelt því ótrautt fram,
að það mundi lánast. Hann ætlaði að semja
brjef, stílað til drotningarinnar, frá einhverjum
aumingja, sem bæði hana ásjár, og helst að
heimsækja hann, því að hann þyrfti bráðrar
hjálpar við. Karin átti að leggja fast með því,
að drotningin færi. Svo þegar hún væri komin
af stað, átti vagn að bíða hennar við Frúar-
kirkjuna og munkur, sem tæki á móti henni
og vísaði henni veginn til staðarins, sem tek-
inn var til í brjefinu, og þaðan átti hún ekki
að eiga afturkvæmt. Karin átti að segja drotn-
ingunni, að þessi munkur hefði fengið sjer
brjefið til hennar. Munkurinn átti svo að taka
sjer sæti í vagninuin hjá drofningunni með
rjefti hins heilaga manns og svo aka á tiltek-
inn óhultan stað. Pegar svo alt þetta væri
komið í kring, ætlaði þessi sómamaður að
giftast Karin og hjet henni gulli og grænum
skógum.*
»Var það munkur?« spurði jeg og varð hugsi.
»Já. En finst þjer þessi skammarlega fyrir-
ætlun nokkuð betri eða rjettmætari fyrir það,
þótt munkur sje með í henni?«
»Sei, sei. nei! En . . . ó-já . . . Ef þetfa
væri nú Úlrik ApfelbaumN
»Hvað! — Geturðu ímyndað þjer . . .?«
»Jeg ímynda mjer ekkert. Eu eftir á að
hyggja. Hefir þú brjefið til drolningarinnar?*
»Já, já,« svaraði Hans og dró brjef upp úr
vasa sínum.
»Ágælt! Látum okkur nú sjá, hvað í því
stendur.*
Utan á uroslagið var ritað með allgóðri hönd:
»Til hinnar göfugu, háættuðu og góðu drotn-
ingar í Svíþjóð*.
Jeg braut innsiglið af brjefinu og las inni-
hald þess:
»Göfuga, góða drotning!
Hver er sá, sem ekki þekkir mildi yðar,
hjálpfýsi og góða hjarta, sem þjer látið ó-
trautt í ljós við okkur smælingjana og aum-
ingjana! Jeg dirfist að skrifa yður þetta
brjef einungis vegna þess, að jeg hefi heyrt
svo margt fallegt um yður sagt og veit að
það er satt. Jeg bið yður — bið yður af
insta grunni sálar minnar — að líkna mjer,
aumingja, sem á mörg börn og veika konu
og er sokkinn djúpt í eymd og volæði.
Konan mín er við andlátið, jeg er sjúkur og
börnin mín nakin og hungruð. Ó, komið
strax og líknið okkur! Góður maður, munk-
ur, sem fátækur er af veraldlegum auði, en
ríkur af mar.nkærleika, hefir Iitið í náð sinni
til okkar, og hefir heitið mjer því, að bíða
yðar með vagn við Frúarkirkjuna og leið-
beina yður heim t'l mín, þar sem við öll
þráum komu yðar eins og blindur maður
sólargeisla. Guð varðveiti yður og hann!
Óhamingjusamur eiginmaður og faðir.«
»Hjet Karin þín manninum, að afhenda drotn-
ingunni brjefið?*
»Já, um klukkan átta í kvöld.«
»Jeg fer að halda, að hún sje bæði hyggin
og hugrökk stúlka. Hún á ekki marga sfna
jafningja.«
»Pað vissi jeg nú fyrir, en . . . þú hefir
ekki heyrt alla söguna enn. Maðurinn sagði
henni, til þess að sannfæra hana um, að hann
með þessu móti fengi næga peninga til þess
að þau gætu gifst og lifað góðu lifi — og
hún ljet sem hún væri orðin mjög áköf að
það tækist — að kjörfurstinn, Maximilian, sem
flúið hafði borgina, hefði látið fela undir her-