Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Qupperneq 10
4Ö
NÝJAR KVOLDVÖKUR.
»Jeg get þakkað þjer þennati fund, sonur
minn. Rað er því ekki nema rjett og skylt,
að þú fáir hluta af fengnum. Fallbyssurnar
tek jeg í minn hlut, enda mundir þú litla á-
nægju hafa af þeim. En af fjenu gef jeg þjer
þtjú þúsund dali. Rá skalt þú eiga.«
»Nei, konungur minn,« ansaði jeg. »Jeg á
ekkert tilkall til þeirra, því að jeg hefi ekki
komist að þessum leyndardómi fyrstur. Jeg
leyfi mjer þegnsarnlegast að biðja um þessa
fjárupphæð til handa þeim, sem þjer eigið að
þakka þennan fund, en það er herbergisþerna
hennar hátignar drotningarinnar, Karin Eiríks-
dóttir.«
Jeg varð nú að segja konungi alt af Ijetta
um æfintýri okkar þremenninganna og hvernig
því reiddi af.
»Rað var Ijótur skaði, að sá þræll skyldi
sleppa,« sagði konungur. »Jeg ætla að vona,
að okkur auðnist einhvern tíma að klófesta
hann, svo að hann geti ekki talið mörg spor
stn á eftir. Annars get jeg fallist á uppástungu
þína. Karin skal fá þessa þrjú þúsund dali,
en hvað þig snertir, mun jeg finna leið til
þess að verðlauna dugnað þinn á annan hátt.«
Karin fjekk þessa þrjú þúsund dali, og ef
jeg hygg rjett, þá mun hún hafa skift þeim
jafnt milli sín og Hans albúna. Hitt er víst,
að þnu höfðu efni á að kaupa sjer góða bú-
jörð heima á fósturjörð sinni eftir að stríð-
inu lauk.
(Framhald).
Yitfirringurinn frá St. Jauies.
Eftir Philip Galen.
(Framhald.)
»Er það ekki til yðar?« sputði hann . . .
»Jú, jú, það er það auðvitað. Jcg gat ekki
gefið brjefberanum neinar upplýsmgar um þenn-
an ókunna mann, sem bréfið var til. En hann
fuilyrti að þjer kæmuð, svo að hann skildi brjef-
ið eftir og fór.«
Jeg tók við brjefinu og mælti:
»Kæri herra! — Rótt það gleðji mig að fá
þetta brjef hjer, þá hefi jeg enga þörf fyrir það
lengur. Inuan í jrví er ofurlítið brjef, sem
dóttir yðar skrifaði fyrir nokkru til Percy, und-
greifans frá Dunsdale, og skildi þar eftir.«
»Hvað eigið þjer við?«
»Jeg skal nú skýra yður frá því — Pakkið
þjer guði fyrir það, að hann með algæsku
sinni og almætti hefir nú endað allar þjáning-
ingar yðar, — fyrir það að nóttin er liðin og
sólin skín aftur á nýjum heiðríkum degi. —
Jeg á við það, að Percy, undirgreifinn frá
Dunsdale, er aftur risinn upp frá dauðum, og
að jeg með einu orði get gert yður hamingju-
sarnan mann. — Nú getið þjer að líkindum
skHið, hversvegna jeg er besti lækirinn fyrir
dóttur yðar.«
Hvílíkt augnablik var þetta eigi fyr'r hann.
Fyrst fjell hann á knje og fórnaði höndum, en
svo spratt hann upp cg ætlaði að æða út úr stof-
unni, að líkindum inn til Ellinor, til að segja
henni tíðindin, en hann hætti samstundis við
það og gekk til mín og faðmaði mig að sjer
um leið og hann mælti lágt: »Guð minn!
— Guð minn, jeg þakka þjer.«
Eftir litla stund varð hann rólegri og brátt
sátum við hlið við hlið og hjeldumst í hendur,
meðan jeg sagði honum alla söguna frá byrj-