Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Qupperneq 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 41 un. — Alt sem á daga mína hafði drifið síð- ustu 10 vikurnar, frá því jeg kyntist Percy. Hann fylgdi sögunni með lífi og sál, og er jeg hafði lokið henni, þakkaði hann guði fyrir handleiðslu hans. Svo bað hann mig að koma með sjer út, þvíhann yiði endilega að sjá »Bravó« og Bob. Sköm.nu seinna kom þjónn með skilaboð frá Ellinor um, að hún vildi fá að finna hann. Við gengum því inn í húsið aftur. »Hvað getum við gert fyrir vesalings barnið mitt?« — spurði hann. »Hún er mjögveik.* »Látið þjer mig sjá um það,« svaraði jeg. »Við verðum að fara varlega, er við skýrum henni frá þessu, en draga þó ekki lengur að flytja henni þessi gleðitíðindi. En nú ætla jeg fyrst að lesa þetta brjef«, hjelt jeg áfram og tók upp brjefið, sem Graham hafði fengið mjer. Pað var sem jeg vissi. Brjefið var frá Ellinor til Percy, er ljet hann vita, að þau feðginin vaeru jlutt, því þau vildu eigi búa í nálaegð markí- ans frá Seymour. Með brjefinu hafði Trallope, gamli bústjórinn, skrifað mjer nokkrar línur, þar sem hann Ijet mig vita, að kona hans hafði geymt brjefið undir hö'uðhvílu sinni og gleymt því þar. Jeg Ijet brjefin aftur í vasa minn og mælti við Graham: »Nú er jeg reiðubúmn, — við skulum nú ganga inn til dóttur yðar.« Við gengum nú inn í svefnherbergi Ellinor, er voru mjög skrautleg, en þó eigi íburðar- mikil. Jeg settist hljóðlega á legubekk I fremra herberginu og gat jeg þaðan sjeð inn í innra herbergið, því dyrnar stóðu opnar, en sjálfur gat jeg verið ósjeð vitni að samræðunum milli föðurins og dótturinnar. Jeg gerði Graham bendingu um að ganga inn fyrir. Hann hik- aði fyrst, því jeg sá að hann var í mjög mik- illi geðshræringu. »Pabbi!« kallaði Ellinor inn úr herberginu. — »Pabbi, hvarertu? — Hvar ertu? — Komdu inn til mín.« Röddin var unaðsfögur og jegfann að hjarta mitt barðist ákaft, þegar jeg nú eftir alla leitina var svo nálægt henni. Nú gat jeg skilið að Percy sagði, að það væri eins og englarödd, er hún talaði. »Nú kem jeg barnið mitt,« svaraði Graham og jeg heyrði að rödd hans skalf, því hann hafði enn eigi getað yfirbugað geðshræringu sína. »Hvaðgekká fyrir »Othello«?« hjelt hún á- fram. »Kom einhver?* Róbert Graham gekk nú inn til hennar. »Læknirinn er kominn, Ellinor, — það var þess vegna að »Othelló< Ijet svona. Ef til vill þekkir hann Iækninn,* bætti hann við hik- andi. »Pekkir hann! . . . hvernig . . . því talar þú svona einkennilega? Pú dylur mig ein- hvers. Hvað er það? Pú ert fölur og titrar! Hvað hefir komið fyrir. Pabbi! Talaðu — talaðu. Pabbi þú ert í geðshræringu. »Já, það er jeg . . . og jeg . . . jeg hefi ástæðu til þess.« »Hvers vegna? Hvar er læknirinn?* »Hjer er jeg,« mælti jeg nú rólega, því jeg heyrði það á rödd gamla mannsins, að hann vissi eigi vel, hvað hann átti að segja. Svo gekk jeg inn fyrir. í mjúkum legubekk, vafin í silkipúðum, lá Ellinor, klædd í'hvítan kjól úr dýrindisefni, en með svörtum borðum og slaufum, því að, eins og lesarinn veit, var örstutt liðið frá dauða föðurbróður hennar. Hún studdi olnboganum á höfuðhvíluna og hendi undir kinn. svo að mjallhvítur armurinn kom í Ijós, svo fagur og ávalur eins og á gyðju. Og andlitið! Hárið! Líkaminn! Hvernig ætti mjer að vera unt að lýsa slíkri fegurð; mannleg orð geta [)að eigi, og englamyndir málarasnillingsins geta eigi staðist þann samanburð. Pessir Ijósu hrynj- andi silkilokkar og hið gyðjufagra andlit! En á þetla engilfagra andlit hafði sorg og þjáning rist rúnir sínar. Og það voru kvala- fullir glampar í augunum fögru. En aldrei hefi jeg sjeð fegurri konu í lífi mínu nje barnslegri. 6

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.