Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Page 18

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Page 18
4S NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Rað var eigi fyr en 1845, að ritdómarinn P. L. Möller lætur hann njóta fulls sannmælis. Einnig hafði Ingemann og Sören K rkegaard lagt honum liðsinni sitt. En Kirkegaard hafði sjálfur á þeim tímum við mikinn mótbyr að stríða. Hina stóiu vekjendur — eða alþýðuvekjend- ur — Dana mætti nefna þessi andlegu stór- menni: Oehlenschláger, Grundtvig, Ingemann og BLcher. Pað eru foringjarnir í gullaldar- bókmentum Dana. Aiþýðlegastur þeirra ailra mun Blicher vera. Eitt af hinum mörgu áhuga- málum hans var læktun jósku heiðanna og varð honum þar allmjög ágengt. Seinustu ár Blichers voru hörmuleg. Hef r Dönum eigi farist ver við r.eitt af stórskáldum sinum. Var sem alt legðist á eitt með að þjaka honum. H inn m sti p.eslsembæltið, konan var honum ótrú, tengdasonur hans fyrirfór sjer af völdum dóttur hans og þar við bættist ákaf- leg fátækt, er hann átti við að stríða. Hann átti fjölda barna og ritstörf hans gáfu nær ekk- ert í aðra hönd, hvorki gull nje heiður. Lengi vel gerði hinn þróttmikli andi hans uppreist gegn því að verða aumíngi, en um síðir varð hann að lúta. Hann reyndi að gleyina hörm- um sinum í bikarnum, sem aðeins gerði ilt verra. Embætlismissirinn mun hafa verið mikið því að kenna, að hann var eigi hirðusamur um störf sín, því að ha;in gat eigi lifað fyrir eitt starf; það var svo margt, er hugsjónir hans störfuðu að. En elskaður var hann af sókriarbörnum sínum fyrir hina miklu Ijiif mensku og hjartagæsku sina. — Hann varð aumingi af ofraunum og var fluttur á spítala í Kaupmannahöfn, þar sem látæklingur hjálp- aði honum um nokkra rikisdali til að lifa af. Svo var hann aftur fluttur heim til sín og dó þar á Spentrup á Jótlandi. Blicner var blóni, sem festi rætur og breiddi út blöð sín löngu fyrir tímann, blóm, sem varð að lifa einmana og yfirgefið i kuldanæð- ingum, ólíkt öllum hinum, því að samtíðm var enn eigi vaxin til að skilja gildi fegurðar þess. í N. Kv. er ssgan »Einbúinn* í 13. árg. eftir hann. S k r í 11 u r . Fró ófriðarórunum. Oyðingur nokkur var að kaupa sjer föt hjá klæð- skera. »Eiga fötin að vera ineð ensku, frönsku eða þýsku sniði?€ spurði klæðskerinn. »Nei, um fram alt ekki; þau eiga að vera alveg hlutlaus, því að jeg fer ekki að gera upp á milli þeirra,« svaraði Oyðingurinn. Böðull var að hengja þjóf, en þá vildi svo til að snaran slitnaði. Böðullinn varð vandræðalegur og sagði: »Jeg hefi aldrei orðin fyrir svona löguðu óhappi.t »Og jeg ekki heldur,< svaraði þjófurinn. Gamall svíðingur gerði sjálfan sig að einkaerf- ingja sínum, af því að hann gat ekki unnað öðrum arfsins. Svo bar við i París fyrir nokkru, að brúðhjón gengu til skrifta, rjett áður en átti að fara að gefa þau sainan. Brúðguminn lauk sjer af á örfáum mín- útum, en brúðurin var að því, heilan klukkutíma. Loksins kom hún glöð á svip yfir því að hafa feng- ið fyrirgefningu syndanna, en brúðguminn var brúnaþungur og sagði: »Ekki get jeg Iagt út í að giftast stúlku, sem þarf heilan klukkutíma til að skrifta syndir sínar.* Pað varð ekkert af giftingunni. Maður nokkur bað stúlku á þessa leið: »Ef þú vilt mig, þá segðu strax já, en viljir þú mig ekki, þá neitaðu mjer. Jeg fer þá undireins, og ónáða þig ekki framar.í Jónas hjet maður Einarsson frá Flatey á Tjömesi. Hann fór eitt sinn að ráði föður síns að biðja Sig- ríðar systur sjera Jóns Ingjaldssonar, prests á Húsa- vík, og gerði það með þessum orðum: »Hvað ætli þjer segðuð, sjera Jón, ef jeg tæki hana Sigríði systur yðar og hjeldi henni og slepti henni aldrei meir?« Prestur svaraði: »Jeg gegni ekki því, sem ekki gengur,« og með það fór Jónas. Pegar faðir lians frjetti hartn að málalokum, sagði hann orð prests. Þá ftgði Einar: »Sæktu hestinn, drengur minn, jeg skal sjálfur finna karlinn.t Síðan rak hann erindið fyrir hönd spnar síns og fjekk jáyrði. Einum biðlinum fórust þannig orð við þá út- völdu: iHemm! Jeg vætni þú viljir ekki það sama og jeg, nefnilega að leggja þilt sanian við mitt? Það spillir nú ekki heldur til að jeg er prestssonur.« Ekki getur um erindislok. Biðill gerði boð fyrir stúlku, sem hann hafði augastað á og sagði: »Sæl og blessuð; gott er blessað veðrið. Ekki vænti jeg að þú viljir festast við mig?«

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.