Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Side 4
66
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ískalt væri úti. »Jeg ætla að kafna hjerna í
vagninum — við skulum fá okkur ferskt loft.
Sjáið hversu stjörnurnar biika eins og gimstein-
ar í kórónu. Þær eru konungsgersemar guð-
dómsins. Þarna lengst í buitu er stjarni, sem
þjer getið naumast eygt. Hún er stundum
rauð eins og glóandi kol og stundum b!á eins
og leiftrið. Jeg sje hana altaf, þó að þeir sjeu
margir, sem ekki sjá hana. Pað er A'gól, og
hjátrúarfult fólk heldur, að hún sje ó'ieillasfjarna.
Mjer þykir vænt um hana, einkum vegna þess,
hve ilt orð hún hefir á sjer og eflaust er það
bakmælgi. Ef til vill finst einhver ka'dur kymi
í Helvíti, þar sem syrgjar.di andar sitja gadd-
freðnir í klakaklömbrum, sem myndast af þeirra
eigin tárum — eða að þar kann að vera und-
irbúningsskóli undir himnavistina — hver
kann að vita? Rarna langt í burtu Ijómar
Venus líka — það er stjarnan yðar, Geolfrey!
— því að þjer eruð ástfanginn, kæri vin —
kannist þjer bara við það — eruð þjer það
ekki?«
»Jeg veit það ekki,« svaraði jeg hægt. »Að
vera ástfanginn lýsir tæplega mínum núverandi
tilfinningum.«
>Rjer hafið mist þetta,« sagði hann alt í
einu og tók hálfvisinn blómvönd upp af vagn-
gólfinu og rjetti mjer. Hann brosti, þegar hann
sá, að mjer gramdist þetta. Pað voru fjólurn-
ar, sem ungfrú Síbyl gaf mjer. Jeg hafði mist
þær af óaðgætni og jeg sá, að hann kannaðist
við þær. Jeg tók við þeim þegjandi.
»Rjer skuluð ekki vera að reyna að dyljast
fyrir yðar bezta vini, kæri Geoffrey,« sagði
hann alvarlega og jafnframt vinalega. »Rjer
óskið að eignast hina fögru dóttur Eltons greifa,
og sú ósk yðar skai uppfyllast. Tieystið mjer
— jeg skal gera alt, sem í mínu valdi stendur,
til þess, að því verði framgengt.*
»Ætlið þjer að gera það?« sagði jeg með
einlægii ánægju, því að jeg kannaðist fyllilega
við þau áhrif, sem hann hafði á föður hennar.
»Já, það ætla jeg mjer — því skal jeg lofa
yður,« svaraði hann rólega. »Jeg get fullviss-
að yður um, að slíkur ráðahagur er eftir mfnu
skapi. Jeg skal gera alt, sem jeg get fyrir
yður — og jeg hefi margt hjónabandið stofn-
að á æfinni.«
Hjarta mitt barðist af fögnuði og þegar við
ski'dum um kvöldið, tók jeg innilega í höndina
á honurn og sagði honum, að jeg væri örlaga-
dísunum einlæglega þakklátur fyrir það, að
þær hefðu sent mjer slíkan vin sem hann.
»Rakklátur — hverjum þá, sögðuð þjer?«
spurði hann og leit undarlega á mig.
sRakklátur örlagadísunum.*
»Er yður alvara? Rær systur eru illgirnin
ein. Ef til vill voru það þær, sem gerðu yður
mestan uslan í fyrrinótt.
»Nei, guð forði mjer frá því!« sagði jeg.
»Guð hindrar aldiei framgang síns eigin
lögmáls,« sagði hann, »því til þess yrði hann
að to tíma sjálfum sjer.«
»Já, ef hann annars er nokkur,« svaraði jeg
kæruleysslega.
»Alveg rjett! Ef — — !«
Og með það skildum við og gengum hvor
til síns herbergis.
XV.
Eftir þetta kvöld varð jeg tíður og velkom-
inn gestur á heimili Eitons lávarðar og varð
brátt mjög handgeng'nn öllu heimilisfólkinu,
þar á meðal hinni afarguðhræddti ungfrú
Charlottu Filzioy. Pað var vandalaust að sjá,
að hjúsksparætlanir mítiar voru ekkeit laun-
ungarmál — og þó að ungfrú Síbyl sjálf gæfi
mjer lílt undir fótinn, svo jeg efaðist stundum
um, að mjer mundi nokkurn tíma auðnast að
ná ástum hennar, þá fór'greifinn ekkert leynt
með það, að honurn var það áhugamá! og
ánægjuefni að fá mig fyrir tengdason. Slík
auðæff sem mín, voru ekki gripln uppáhverj-
um degi og þótt jeg hefði verið veðreiða-
»agent« eða afdankaður hestastrákur, en ekki
»rithöfundur,« þá hefði jeg, með fimm miljónir
»uppá^vasann,« verið álitin fullboðlegur ung-
frú Síbyl, Rímanez kom nú næstum aídrei til