Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1925, Qupperneq 9
NÝJAR KVÖLDVÓKUR. 71 ugi, ómótstæðilegi og ókaupanlegi eiginleiki snillingsins! Jeg var ekki orðinn svo blindaður af andlegum hroka enn, að jeg gæti ekki sjeð hinn guðdómlega eld, sem bálaði fyrir augum mjer á hverri einustu blaðsíðu bókarinnar. En mjer gramdist að þurfa að gera slíka játningu, og það um ritveik konu! Jeg áleit, að konan ætti að una kyr við sitt ætlunarverk sem þjón- usta mannsins og le kfang hans — sem húsfrú, móðir, fóstra, eldabuska og saumastúlka, sem ráðskona yfirleitt. Hvaða rjett hafði hún til þess að trana sjer fram á svæði listanna og rífa lárviðarsveiginn af höfði herra síns? Bara að jeg mætti skrifa um þessa bók, hugsaði jeg öskuvondur. Jeg skildi með sannri ánægju rangfæra og umsr.úa öllu í henni og tæta hana sundur! Ressi Mavis Clare — jeg kallaði hana »pilsavarg« í huga mínum, af því að hún gat það, sem jeg gat ekki — hún sagði það, sem hún vildi segja mjög svo unaðslega, en þó með fullri einurð og vissi vel, hvað hún mátti bjóða sjer og þetta fanst mjer læging fyrir sjálf- an mig. Jeg hataði hana, án þess að jeg þekti hana nokkuð — þessa kvensu, sem gat unnið sjer til frægðar, þó að hún væri fjelaus og naut svo auðsjáanlega virðingar allra manna, að húi var hafin yfir alla ritdóma. Jeg tók bókina hennar upp aftur og reyndi að hæðast að henni — einum eða tveimur skáldlegum samlíkingum — jeg brann af öfund! Jeg fór úr klúbbnum seinna um daginn og tók bókina með mjer. Annað veifið langaði mig til að lesa bókina og votta henni viðurkenningu mína, og í hinu veifinu var næst mjer að rífa hana í smátællur og fleygja henni á götuna, svo að hún yrði þar undir hunda og manna fótum. I þessu skapi var jeg, þegar Rímanez kom lil nn'n eitthvað kl. fjögur úr heinsókn sinni til Mc. Wning. Hann var hinn kátasti og Ijek við hvern sinn fingur. »Samgleðjist mjer, Geofi'rey,* sagði hann þegar hann kom inn til mín. »Samg!eðjist mjer og sjálfum yður sömuleiðis! Jeg er orðinn laus við ávísunina, sem jeg sýndi yður í morgun.* »Mc. Whing hefir þá stungið henni í vas- ann,« sagði jeg ömurlega. »Það er gott og blessað. Bara að hún komi nú »góðgerðastofn- un« hans að verulegum notum!« Rímanez hvesti á mig augum. »Hvað hefir nú komið fyrir, síðan við skild- um?« spurði hann, fór úr yfirfrakkanum og settist beint á móti mjer. »Rjer eruð eitthvað afundinn núna og þó æftuð þjer sannarlega að vera ánægður með lífið, því að heitasta ósk yðar er nú að uppfyllast. Pjer sögðust vilja verða »urntalsefni í London« — nújæja! Eftir tvær eða þrjár vikur skuluð þjer sjá yðar getið í öllum helstu blöðunum sem nýuppgötvaðs snillings, er gefi Shakespeare lítið eftir — það er fastmælum bundið, að þrjú helstu tímaritin skuli segja þetta, alt með tilstyrk Mc. Whing og þessara vesalings fimm hundruð punda. Og samt erum þjer ekki ánægður? Rjer takið sann- arlega að gerast heimtufrekur, kæri vin. Jeg varaði yður við því, að of mikið meðlæti spilti manneskjunni.« Jeg fleygði bók Mavis Clare til hans. »Lítið þjer á hana,« sagði jeg. »Borgar hún kanske fimm hundruð pund til velgerðastofn- unar Davíðs Mc. Wning?« Hann tók bókina og leit á hana. »Nei, alls ekki,« sigði hann. »En svo verð- ur hún líka fyrir bakmælgi og fær ómilda dóma.« »Hvað gerir það til?« sagði jeg. »Maðurinn, sem seldi mjer bókina, sagði að hver maður læsi hana.« »Já, satt er það!« svaraði Rímanez, »en kann- ist þjer ekki við gamla máltækið: »Rað er hægt að teyma hestinn að læknum, en það er ekki hægt að neyða hann til að drekka.« Ef við heimfærum það upp á þetta, sem hjer er um að ræða, þá er það sama sem, að enda þótt vissir ritdómendur, undir handleiðslu vinar okk- ar Mc. Whing, geti teymt hestinn — eða les- endurna — að bunu þeirri, sem þeir sjálfir hafa framleitt, þá geta þeir ekki neytt hann til að drekka af henni. Hesturinn snýr í þá r.....t stekkur burt og ieitar sjer sjálfur að vatni — og svona gengur það með ungfrú Ctare. Regar

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.