Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Síða 10
184 NYjAR KVÖLDVÖKUR GUÐS MÓÐIR OG LEIKARINN. FRÖNSK ÞjÓÐSAGA. (EFTIR ENDURSÖGN H. F. FEILBERGS) Það var einu sinni trúðleikari, sem langa lengi hafði ferðast úr einum stað á annan; hann var vanur að koma á markaðina, í hallir herramannanna, þangað sem riddara- leikír voru háðir og á alla aðra staði, þar sem mannfjölda var von, og allstaðar, þar sem hann kom, sýndi hann listir sínar, alls- staðar hafði hann hlaupið, hoppað og dans- að og aldrei hugsað neitt um morgundag- inn. En er árin færðust yfir liann, fór hon- um að Ieiðast flakkið. Hann gaf þá fátæk- um alt það er hann átti og gerðist leik- bróðir í Clairvaux-klaustri. Hann var ennþá maður fríður sýnum og tigulegur í framgöngu, veraldarvanur og vissi hvernig hann átti að haga sér með- al manna, hvar sem hann kom. En !íf- ið í klaustrinu og reglur þess komu hon- um ókunnuglega fyrir. Pað, sem hann kunni öllum betur, voru allskonar íþróttir: hæðarhlaup, dans, handahlaup og líkar listir. En aldrei hafði neinn hugsað um, að kenna honum svo mikið sem Faðirvor, Ave Maria (Maríu-bæn) eða neitt trúaratriði, er gat gefið honum sálarfrið. Hann var auðmjúkur í anda og undrað- ist stórlega alt það, er hann sá og heyrði: í klaustrinu voru margir guðhræddir menn, sem voru svo vandaðir, að þeir mæltu aldrei orð frá munni og aðeins gerðu sig skiljanlega hver fyrir öðrum með bending- um, þeim vildi hann líkjast, og gekk nú um hríð þegjandi og alvarlegur, þangað til yngri bræðurnir hlógu að honum og neyddu hann til að tala. Hann sá, að hver maður hafði sitt á- kveðna starf að inna af hendi, og að hver og einn þjónaði Drottni á sína vísu: Hann sá prestinn gera skyldu sína við allarið, heyrði djáknann lesa guðspjallið; á nætur- vökunni lásu lægri klerkarnir pistlana og bænir. Klausturlærlingarnir sungu sálma í kór, og leikbræður lásu »Iitaniu«. Meira að segja hinn lægsti og aumasti gat Iesið Faðirvor alveg viðstöðulaust. Aðeins hann einn varð að standa yzt, drúpa höfði og skammast sín fyrir kunnáttuleysi sitt. — Hvað kunni hann? Ekkert! Einmana rölti hann í kring um klaustrið, litaðist um í sölunum og hlustaði við klefa- dyrnar,' en innifyrir heyrði hann grát og ekka, þung andvörp og kveinstafi. — »Hér hefir sjálfsagt eitthvert hörmulegt slys viljað til,« hrópaði hann þá — »hvað ætli það sé — og hversvegna kveina menn svona?« En er hann hugsaði sig betur um, skildist honum, að þeir báðust fyrir, iðruðust synda sinna og sárbændu Guð um fyrirgefningu og miskun. Pá sagði hann við sjálfan sig: »Hvað á eg að gera hér — og hversvegna er eg kominn liingað í þetta Guðs hús? Eg kann enga bæn, og eg skil ekkert af því, sem hér á að gera. Eg get ekkert annað en ráfað frá einu til annars og glápt, og ekki á eg skilið, ^ð fá hér svo mikið sem brauðmola til að seðja hungur mitt. Ef munkarnir taka eftir, hve ónýtur eg er, fæ eg sjálfsagt ekki að vera hjer, en verð rekinn burtu með skömm og svívirðingu eins og eg á skilið. — Ó, Drottinn minn og Guð minn, miskuna þig yfir mig og taktu sál mína til þín!« Að svo mæltu fór hann að leita sjer að einhverju skúmaskoli, þar sem hann gæti falið sig og harm sinn, og nú flýði h<n n niður í kappellu, sem var grafin í jörð

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.