Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Qupperneq 11

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Qupperneq 11
NÝJAR KVÖLDVÓKUR 185 undir gólfi klaustursins. En þar var iík- neskja Guðs móður reist við einn vegginn, og logandi kerti stóðu báðum megin við það. Par leitaöi hann sér skjóls og hugsaði með sér, að hann gæti verið einn með á- hyggjur sínar. . Pegar hann’ hafði setið þar litla hríð, heyrði hann klukkurnar hringja og kalla til tíða. Hann spratt þá á fætur og sagði: »Á eg nú að sitja hérna eins og einhver fábjáni, þegar allir aðrir"safnast saman hér uppi og syngja hinni heilögu mey Iof og dýrð? Pað er þó að minsta kosti einn hlutur, sem eg kann almennilega — jafnvel þótt það nú eiginlega ekki geti talist með munkasiðum! Hver og einn verður að heiðra hana og dýrka eins og hann getur bezt — og nú ætla eg þá líka að gera mitt til.« Hann fleygði nú af sér munkakuflinum, girti þunnan stakk, sem hann bar innan undir, niður í brækurnar, og gekk svo fram fyrir líkneskjuna, laut henni og sagði: »Pér, vor heilaga frú, þjóna eg með líkama og sál. Pú, sem ert drotning allra kvenna, eg treysti því, að þú takir til þakka það lítið, sem eg hefi að bjóða. Eg vil gleðja þig með því, að sýna þér þær fögrustu og beztu listir, sem eg hefi lært. Lambið úti á vellinum hoppar og dansar fyrir augum móður sinnar. Eg er alveg viss um, að þú munt eigi fyrirlíta það, sem eg í ein- lægni hjarta míns hefi að bjóða þér!« Ómurinn af sálmasöngnum ofanað barst niður til hans, og nú hóf hann leikinn: hljóp í loft upp bæði aftur á bak og áfram, stundum hærra, stundurn Iægra, snerist í hring, dansaði á fimum fótum, gekk á höndunum, steypti sér kollhnýs í loftinu — og í hvert sinn, sem hann hafði sýnt eitthvert fimleikabragð, gekk hann fram fyrir líkneskjuna, hneigði sig og sagði: »Petta geri eg alt þér til dýrðar!« Eins og listin frekast krefur sýndi hann »slátrarahlaupið« og »Rómverjahlaupið« og mörg önnur; en í hvert sinn sneri hann aftur til líkneskjunnar: »Sjáðu«, sagði hann, »var þetta ekki laglega gert? Pað eru nú ekki margir, sem geta gert það eftir mér! En eins og þú veizt er það mín hæsta ástundun, ef eg gæti giatt þig, sem ert gleði alheimsins!« Svo byrjaði hann aftur, stóð keipréttur með fæturnar fast saman, lagði báðar hendur á ennið, og með örsmáum skrefum dansaði hann hvern hringinn af öðrum, en tárin runnu ótt og títt niður eftir kinnun- um: »Ó, vor heilaga frú. Eg heilsa þér af insta grunni hjartans, eg heilsa þér með allri sáJ minni og öllu hjarta, með hendi og fæti! Uppi yfir okkur hljómar sálma- söngurinn frá bæði stórum og smáum. En eg kann enga sálma og get því eigi verið með þar. Eg bið þig, gefðu mér Ieyfi til að dansa fyrir þér í sölum himnaríkis þíns. Þú ræður þar að sjálfsögðu svo miklum húsuni, að þú getur lánað mér eitthvert horn að hýrast í. Eg er þinn, og á mig ekki lengur sjálfurU Eins Iengi og munkarnir héldu áfram að syngja í kirkjunni uppi yfir, hélt hann áfram að dansa, hann var næstum því örmagna af áreynzlu og svitinn lak af honum, en hann reyndi af ýtrasta megni að halda sér uppi. Að lokum varð hann þó alveg Ié- magna og hné niður við fætur líkneskj- unnar. Og sjá! Himnadrotningin laut niður, brosti við honum og veifaði dúk sínum kælandi yfir brennheitt andlitið á honum. Á meðan hann dansaði, hafði einn munk- anna borið að, hann sá hverju fram fór og sótti ábótann, sem einnig hafði staðið á- Iengdar og með hrærðu hjarta séð jarteikn- ið. Hann hrópaði: »Pessi maður er sann- heilagur!« Daginn eftir sendi ábóti boð eftir leik- bróðurnum. Hann varð mjög óttasleginn og hugsaði með sér: »Já, nú er þetta á enda; það fyrsta orð, sem þú munt heyra 24

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.