Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Qupperneq 15

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1928, Qupperneq 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 189 og hann segir sjálfur, engan getur undrað það, að hann gaf »J:ein gamla prísinn«. Gróandinn, trúnaðartraustið og vonin, sem lýsti eins og stjarna í myrkri, og varð mátt- ug til að lyfta stórum hluta þjóðarinnar yf- ir harma, ósigra og blóðmissi og gera hana frjálsa og farsæla við friðsama iðju — þetta, sem varð árangurinn af lífi og starf- semi Grundtvigs, hlaut að eiga fleiri ítök í jafn jákvæðri sál og Matthíasar, en hið neikvæða og ófrjósama í kenningum Brand- es, jafnvel þótt þær væru fluttar af snild,— En fyrst um sinn verðum vér að gera ráð fyrir, að báðar stefnurnar hafi barist um völdin, og að sá tími, þegar Matthías gat dæmt og gert upp á milli þeirra, hafi fyrst komið síðar. Áhrifin hafa því verið alt annað en góð, til þess að sameina mótsetningarnar í sál hans sjálfs, þar sem þau voru sem tvö öfl, sem eru hvort öðru mótstæð — og sömu mótsetningunum átti hann eftir að mæta í Noregi í einum og sama manni, nefnilega Björnstjerne Björnson. Björnson var þá fylgismaður Grundtvigs á öllum sviðum — einnig í trúmálum — en hann var þó efablandinn og féll frá skömmu seinna. — Pað getur verið — og eg efast eiginlega ekki um það — að Björnson hafi verið meira skáld en Matthías, en einn yfir- burð hafði Matthías fram yfir hið norska mikilmenni: hann var hreinskilnari — eink- um, held eg, gagnvart sjálfum sjer. Pað er bersýnilegt, að Matthías hefir tekið áhrifum frá skáldskap Björnsons, og enginn, sem kyntist Björnsson, mun hafa komist hjá að verða fyrir áhrifum af persónu hans og hæfileikum, en á hinn bóginn er það líka auð- séð, að ýmislegt í eðli og fari Björnsons, hefir hrundið honum frá sér. — En ef svo var, þá voru, eins og reynzlan hafði sýnt í Danmörku, einnig margir aðrir í Noregi, sem hændu hug hans að sér, einnig þeir voru j-Skandi- navar*. Par á móti lítur ekki út fyrir, að Matlhías hafi komist í veruleg kynni við samtíðarmenn sína í Svíþjóð, sem enn þá héldu trygð við stefnuna, en annarsstaðar frá vitum vér, að hann stóð í þakkiætisskuld til sænskrarmenningarogsænskumælandiskálda. —Hér í öllu þessu er rótin í hinni djúpu sam- úðartilfinningu Matthíasar meðj frændþjóð- unum á Norðuilöndum, sem vér vel getum nefnt »Skandinavisma« hans.r. Engan skyldi nú undra, að hann hljóp.útfrá þjóðfundin- um á Þingvöllum árið eftir heimkomu sína og grét yfir því, sem svo gersamlega braut í bág við þá víðsýni, þá þekkingu og reynzlu, sem honum virtist sér hafa hlotnast fram yfir landa sína flesta. — Fyrir honum var grundvöllurinn orðinn samúð, samlyndi og skilningur á milli þjóðanna. — Og það var frá Noregi — beint undan áhrifum Grundtvigs, Brandes og Björnsons, að hann kom, þegar hann orti þjóðhátíðar- sönginn í Edinborg. »Það er gleðilegt, þegar íslendingar gera eitthvað vel«. Mér hefir aldrei hlýnað meira í fylgsnum hugans, en þegar eitt af góð- skáldum' vorum notaði þessi orð um mig, finst mér, eg aldrei hafi hlotið aðra meiri viðurkenningu. Enginn má halda, að eg minni á þessi orð og samband þeirra við sjálfan mig hér af fordild eða metnaði — enda er það lítið fyrir mig að metnast af. Það er Sannleikur, sem snertir alla íslend- inga, og sem vér ávalt verðum að taka und- ir, hver sem hlut á að máli. Það hefir oft bergmálað í sál minni, þegar eg hefi Iesið eða heyrt eitthvað um eða eftir íslendinga, sem mér hefir fundist gera þjóð vorri heið- ur á einhvern hátt og hefjal hana bæði í eigin og annara augum, en aldrei hafa þau hljómað sterkara, en í hvert sinn, sem eg heyri þjóðhátíðarsöng Matthíasar — þjóðsöng vor íslendinga — sunginn. Slíkan þjóðsöng eiga engir aðrir. Auðvitað á lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar eigi lítinn þátt í að gera hann slíkan sem hann er. En engum, sem les kvæðið sjálft með athygli, blandast hug- ur um, að hér er um háan skáldskap að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.