Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Síða 9
N. Kv.
GOTT FÓLK
85
alvara, og þess vegna er eg kornin, og hér
vil eg vera.
Mæðulegt andvarp steig upp frá brjósti
ömmunnar.
— Eg skil þetta hreint ekki. Hefur nokk-
ur verið vondur við þig, elsku barn?
— Nei, nei, amma mín. Það hefur enginn
verið vondur við mig. Telpan þagnaði and-
artak. En það hefur heldur enginn verið
góður við mig, bætti hún við.
Amman varð hugsi og það hvarflaði að
henni, að sennilega myndi teipuna liafa
skort það hlýlega atlæti, sem börnum er
svo mikil þörf á, fram eftir aldri.
En allt í einu leit telpan snögglega niður
fyrir sig og sagði á lægri nótunum: — í
sveitinni eru það víst ekki aðrar en giftar
konur sem---------
En nú greip amman snögglega fram í með
höstum rómi:
— Eg held þú sért að tapa þér, krakki.
Það var ekki laust við að telpan færi dá-
lítið hjá sér.
— Nú, eg á bara við, að þar eru það
ekki aðrar en giftu konurnar, sem eignast
börn og þess háttar.
Matthildur prófastsdóttir vissi varla hvað-
an á sig stóð veðrið og starði orðlaus á
dótturdóttur sína. Hún veitti því eftirtekt,
að það var kominn einhver annarlegur og
óheillavænlegur glampi í augu hennar,
rauðbláu vangarósirnar höfðu bliknað og
upplitast, brjóst hennar voru fullþroska
konubrjóst, mjaðmirnar fyrirferðarmiklar
og fullkomlega undir það búnar, að gegna
sínu hlutverki og fæturnir — guð sé oss
næstur — það voru fætur norðmannsins,
sem barnið stóð á. En að hún skyldi ekki
hafa veitt því eftirtekt fyrr, livað telpan var
lík honum í fótaburði.
Hið traustlega vaxtarlag Stóruhlíðarfólks-
ins hafði staðið á svikulli undirstöðu — hin-
um spengilegu dansfótum Amandusar Mó-
^erg, og það voru þeir fætur, sem höfðu
ðorið hana hingað þessi óheillaspor, og það
var ástríða hans, sem brann henni í blóði
og hafði breytt lit þess og eðli.
í örvæntingu sinni, gerði hún enn tilraun
í þá átt, að koma vitinu fyrir stúlkuna:
— Fyrir alla muni, láttu mig aldrei oft-
ar heyra, að þú talir svona, og gerðu það
fyrir mig að fara aftur til þess fólks, sem
hefur reynzt þér vel. Seinna munt þú skilja,
hvers virði það hefur verið þér, að hafa átt
þess kost, að vera með góðu fólki, þau árin,
sem þér er hættast við að lenda á glap-
stigu.
Telpan aðeins hristi höfuðið með
þrjózkusvip. Svo sagði hún:
— Mér er sama hvað þú segir, amma
mín. Til baka fer eg ekki aftur. Eg læt ekki
grafa mig lifandi.
— Guð fyrirgefi þér hvernig þú talar,
barn, sagði amman skjálfrödduð. — Það er
hér, sem þú verðui grafin lifandi — grafin
lifandi, eins og eg hef verið öll þessi ár
hérna.
Hún sneri sér hálfvegis undan, svo að
telpan sæi ekki að móða féll henni á augu.
Henni skildist nú fullkomlega, að sigur
Móranna yfir Stóruhlíðarættinni var óvé-
fengjanlegur; draumurinn um uppreisn
hennar mundi aldrei rætast, og kynfesta
maka hennar yrði ekki brotin á bak aftur.
Söðulbakaða ættarnefið á andliti dóttur-
dótturinnar var ekki annað en sárgrætilegt
háðsmerki á eftir þeirn ófarnaði, sem hún
sjálf hafði leitt yfir ætt sína.
Jafnhliða því, sem þetta var að renna upp
fyrir henni, heyrði hún rödd Matthildar
yngri:
— Fyrst þér er það svona óskaplega á móti
skapi, að eg komi hingað heim til þín,
amma mín, þá get eg svo sem gert það fyrir
þig að fara eitthvað burt héðan.
Hún þagnaði andartak, en svo bætti hún
við með beiskjufullum þótta:
— En eg ætla þó að taka það fram í eitt
skipti fyrir öll, að eg ætla mér ekki að vera
hjá góðu fólki.