Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Síða 20
96 NÓTT í FLÓRENZ N. Kv. burtu nokkru áður en hún hafði ætlað sér í fyrstu. Hún mundi ekki nú, hvenær hann hafði sagzt fara til Indlands. Það gat ekki dregist mjög lengi. í Indlandi mundi liún öðlast frið og öryggi. Þar mundi hún gleyma. Þegar hún ætlaði að fara að leggjast útaf, datt henni í hug það sem Rowley hafði bor- ið niður í eldhúsið. Hann iiafði sagt, að allt væri í lagi. Einhvern veginn þorði hún ekki að treysta því. Hún kiæddi sig í morgunkjól og gekk niður í eldhúsið. Ef Nina eða Ciro skyldi heyra til hennar, gat hún sagt, að hún væri svöng og væri að leyta að einhverju ætilegu. Húsið virtist hræðilega hljótt og tómt. Eldhúsið eins og rökkvaður hellis- skúti. Hluti af svínafleskinu lá á borðinu. Hún setti hann inn í matkrókinn aftur. Eggjaskurnið setti hún í sorpfötuna undir vaskanum, síðan þvoði hún upp glösin og diskana, sem þau Karl höfðu notað. Steik- arpönnuna setti lrún á krókinn. Nú gat ekkert vakið grunsemdir framar. Hún lædd- ist aftur upp í svefnherbergið, tók svefn- pillu og slökkti Ijósið. Litlu síðar var hún sofnuð. VI. Þegar Mary opnaði augun næsta morgun, stóð Nina við rúmstokkinn. „Hvað var það?“ spurði hún syfjuð. „Signora gleymir víst tímanum. Signora á að mæta í Villa Bolognese klukkan eitt, og nú er hún orðin tólf. í einni svipan mundi Mary allt, sem gerzt hafði, og óttinn greip hana á ný. Um leið var hún glaðvöknuð. Hún leit á Ninu, en hún var jafn brosmild og liún var vön. Mary áttaði sig fljótt: „Eg gat ekki sofnað eftir að þú vaktir mig í nótt. Mig langaði ekki til að vaka, það sem eftir var nætur, svo eg tók svefnpillu." „Signora má til með að fyrirgefa mér. Eg lieyrði eittlivert hljóð, og mér datt í hug, að aðgæta, livort nokkuð væri að.“ „Hvaða hljóð heyrðirðu?" „Eg veit ekki vel. Það líktist skoti. Mér datt í hug skammbyssan, sem signoro fékk signoru, og svo varð eg hrædd urn að eitt- hvað illt hefði komið fyrir.“ „Það liefur aðeins verið í bifreið niðri á götunni. Það er svo hljóðbært á nóttum. Gefðu mér nú kaffibolla. Svo máttu undir- búa baðið. Eg þarf að flýta mér.“ Strax og Nina var farin út úr herberginu, stökk Mary fram úr rúminu og að dragkist- unni, þar sem skammbyssan var geymd. Andartak var hún hrædd um, að N ina lrefði fundið hana meðan liún svaf og ef til vill haft hana á brott með sér. Maðurinn henn- ar hefði strax séð, að eitt skot hafði verið notað. En ótti hennar var ástæðulaus. Byss- an var þar enn. Meðan hún beið eftir kaff- inu, braut hún heilann urn, hversvegna Rowley hafði lagt svo mikið kapp á, að liún færi í miðdegisverðarboðið. í fari hennar og háttum mátti ekkert vera, sem vekti grunsemdir. Hún varð að vera hræðilega varkár, bæði sín vegna og hans. í hjarta sínu var hún Rowley ákaflega þakklát. Kaldur og ákveðinn hafði hann séð fyrir öllu og lagt ráðin á, hvað gera skyldi. Hver hefði getað trúað því, að svo mikill dugur leynd- ist í þessum auðnuleysingja? Hvernig hefði farið, ef Iiann hefði ekki verið jafn snarráð- ur og raun var á, þegar ítalana bar að, á hinni miklu hættustund? Það gat vel verið, að hann væri ekki sérlega þarfur þjónn samfélaginu, en enginn gat neitað því, að liann var góður félagi. Eftir að Mary hafði drukkið kaffið og farið í bað, settist Iiún við snyrtiborðið og greiddi sér. Hún fékk roða í kinnar á ný. Það var vissulega aðdáunarvert, hve lík hún var orðin sjálfri sér, þrátt fyrir þrengingar næturinnar. Hvorki ótti né tár höfðu skilið eftir nein sjáanleg merki í andliti hennar. Hún virtist prýðilega fyrirkölluð. Hörund hénnar sýndi engin merki um þreytu og missvefn. Hárið gljáði og augun ljómuðu.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.