Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Side 38
114
hirðina. Maurepas varð því einnig að víkja
honum úr embætti fjármálaráðherra.
Það var þá hætt við allar framfarir, end-
urbætur og kjarabætur alþýðunnar í Frakk-
landi. Allt var látið sitja í sama farinu.
Oánægja almennings óx með ári hverju og
var nú skammt að bíða byltingarinnar.
Týndu sporarnir urðu orsök þess, að hinn
duglegi og réttláti Machautt fékk ekki skip-
unarbréfið um að verða æðsti ráðgjafi kon-
ungs. í hans stað kom hinn makráði og að-
gerðalausi Maurepas til æðstu valda. En
honum má beinlínis kenna um það, að
byltingin mikla skall á, og Lúðvík XVI.,
Marie Antoinette og þúsundir karla og
kvenna 'voru af lífi tekin. Hinar mörgu af-
tökur fóru fram til þess að ganga milli bols
og höfuðs á einveldinu í Frakklandi. Bylt-
ing þessi hafði áhrif í allri Evrópu. Þjóðim-
ar heimtuðu meira frelsi, bætt kjör og af-
nám einveldisins, hver í sínu landi.
Litlu munaði að Lúðvík XVI. og hinir
óduglegu ráðgjafar hans héldu lífi og bylt-
ingunni yrði aflýst. Þegar konungurinn og
stjórnin sáu að syrti í álinn, var haldin sam-
koma mikil. Hafði konungur og ráðgjafar
hans boðað aðalsmenn, klerka og borgara
á „þjóðfund“ þennan. Stjórnarandstæðing-
ar, eða krefjendur endurbóta og framfara,
er voru á fundi þessum, létu algerlega
stjórnast af hinum ágæta og áhrifaríka
mælskumanni Mirabeau. Var hann skuld-
um vafinn, og samkvæmt þeirra tíma sið,
reiðubúinn að þiggja fjárhagslega hjálp
stjórnarinnar gegn því, að gera henni
greiða. Þvílík „viðskipti" áttu fram að fara
með hinni mestu hæversku af hálfu beggja
aðila.
Einn af stjórnarmeðlimunum, flotayfir-
umsjónarmaður, Malouet, liafði leitað hóf-
anna hjá Mirabeau, og skilið á honum, að
hann væri til með að semja við stjórnina.
Sörndu þeir um það, að Mirabeau, utan-
ríkisráðherrann Montmarin og Necker,
sem aftur var orðin fjármálaráðherra,
N. Kv.
komu saman og ræddu málið. Hér var um
að ræða hve mikla fjárupphæð Mirabeau
gerði sig ánægðan með til þess að hann
hætti að æsa lýðinn og aflétti byltingarhætt-
unni. Malouet ætlaði að mæta á fundinum.
Þegar utanríkisráðherrann var að því kom-
inn að fara á þriggja manna fundinn,
mundi hann allt í einu eftir að ósamkomu-
lag hafði eitt sinn verið milli hans og'
Mirabeaus. Hann áleit heppilegast að
Necker semdi einn við Mirabeau. Necker
hafði umráð yfir fjárhirzlunni. Malouet
hætti einnig við að fara á fundinn. Hann
hafði einungis verið milligöngumaður.
Aleit liann að ráðherrunum þætti honum
ofaukið.
Það voru því eingöngu hinn skapbráði
aðalsmaður Mirabeau og hinn þurrlegi
fjármálamaður Necker, sem liittust. Necker
var ekki háttvís né hirðmannlegur í fram-
komu. Hann spurði klaufalega: „Hve mikið
viljið þér fá?“
Mirabeau reiddist og sneri baki við
Necker og fór út úr fundarherberginu.
Eftir þennan misheppnaða fund magnað-
ist Mirabeau um allan helming gegn kon-
ungi og stjórn Frakklands. Hin blóðuga
bylting skall á. Og það var því að kenna,
að tveir liirðmenn liöfðu látið undir höfuð
leggjast að tilkynna hvor öðrum, að þeir
mundu ekki fara á fund Mirabeaus, senr
var leiðtogi mótspyrnuhreyfingarinnar.
Svo kom Napoleon til sögunnar og gerði
Frakkland að keisaradæmi. Napoleon var
nrikill lierforingi og duglegur ríkisstjóri eða
keisari, en í aðra röndina stríðsóður lrarð-
stjóri. Er hann að lokum beið ósigur við
Waterloo 1815, var gleði manna í Evrópu
takmarkalaus.
Að líkindum hetir þessi gleði ekki verið
á rökum reist. Ef Napoleon hefði unnið
orrustuna við Waterloo, mundu báðir aðil-
ar, vegna mikils mannfalls og þreytu hafa
samið frið, er samkvæmt þáverandi stjórn-
farslegum kringumstæðum gat rutt braiit
„OFT VELTIR LÍTIL ÞÚFA STÓRU HLASSI“