Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Page 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Page 43
N. Kv. HEIMILISLÍFIÐ 119 stund. Þó draslaðist þetta í áttina, því að hver hjálpaði öðrum eftir getu. Alla nótt- ina vorum við að svamla út að Vindfelli, en það mundi vera svo sem þriggja tíma lestaferð í björtu; þar komum við í dögun og hvíldumst þar til er fullbjart var orðið, onda var nóg að starfa við aðgerðir á því, sem bilað hafði, og að binda upp klyfjar. Ekki þorðurn við að tefja þar lengur, því að veður var skuggalegt, þótt hætt væri að rigna. A;ið héldum því áfram að Böðvars- dal og austur heiði og komum heim um liádegisbil á sunnudag. Þá varð eg feginn að fara að sofa, þegar eg hafði gengið frá farangrinum. En það varð stutt hvíld, því að innan lítillar stundar var eg vakinn og sagt, að kominn væri blindbylur. Fé okkar T'ar allt óvíst úti í haga, en hættur nógar, ef það ræki undan veðri, svo að við Jón bróðir minn fórum að smala því. Var það nokkuð liarðsótt, því að veður var hið versta, en þó komum við því öllu í hús í rökkrinu. Þá voru þeir nýkomnir, faðir minn og þeir, sem eftir urðu í Vopnafirði um kvöldið, og höfðu fengið sig fullreynda á heiðinni. Veðrið hélzt daginn eftir, og fennti þá víða fé á fjöllum. — Eg vissi ekki oft meiri heppni en þá, að við sluppum austur þenna dag, enda voru hendur látnar standa fram úr ermum. Þessu líkar voru haustferðir Hlíðarmanna oft og einatt, og við bar, að þeir tepptust dögum saman vegna veðurs. Þeir voru þessu vanir og voru taldir manna þrautseigastir 02: úrráðabeztir í ferðalÖ2rum. o o Vísnabálkur. I. Gísli, bróðir Einars Andréssonar galdra- tneistari á Þorbrandsstöðum í Langadal, var iriikill askasmiður á sinni tíð. Þóttu askar hans mjög vandaðir að frágangi og því eftir- sóttir. Það er í sögnurn, að Gísli hafi beðið Einar bróður sinn að selja fyrir sig nokkra aska, en frétt það síðan á skotspónum, að Einar hafi notað eitthvað af þeim undir hvallýsi. Skömmu síðar fór Gísli um hlaðið á Þorbrandsstöðum að kveldi til. Kvað hann þá vísu þessa á glugga: Rétt við felldan reikninginn ráðsmennskuna tjáðu: Er nú seldur askur minn, olíuheldur, tilbúinn? Einar sat á palli og svaraði samtímis: Askurinn bíður enn hjá mér aungvum manni seldur. Sína prýði sömu ber, sem í smíðum hlaut hjá þér. II. Langi-Rafn Jónsson, er lengi hokraði á Miðhálsstöðum í Öxnadal, en áður í Litla- dalsgerði í Skagafirði og Varmavatnshólum í Öxnadal, þótti mikill búskussi og kyndug- ur í mörgu. Einhverju sinni var hann spurð- ur að, hve töðufall liefði verið mikið af Miðhálsstaðatúninu. Svaraði hann því til, að það hefðu verið þetta margir belgir og þetta margir barmar, en heyið hafði hann borið í tótt í gærubelgjum og dreyfarnar í treyjubönrxum sínum. Langi-Rafn var óeyr- inn við búskapinn og oft á ferðaslangri.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.