Trú - 01.10.1904, Page 4
6o
T R Ú .
TRIJ
kemur út einu sinni í mánuði. Hvert blað kostar 5 aura. Árgangur*
inn 50 aura hér á landi. í Ameríku 3 cent hvert blað, en 25 cent ár>
gangurinn. Borgist fyrirfram. Borgun fyrir blaðið sendist í póstávís-
unum til S. O. Johnson. Útgefandi og ábyrgðarmaður
Samúel O, Johnson, trúboði.
Reykjavík (P. O.)
ísland.
Köllun eftir heilögum anda.
Guðs andi fyltu anda minn
með unaðs-nálægð þinni hér,
af himni djúpt í hug minn inn
send helgan guðdómseld frá þér.
2. Ó, leið mig áfram alla leið,
svo aldrei skilji eg við þig.
Eg treysti á þitt orð og lið;
kom andi Guðs og fyltu mig.
3. Til þfn af hjarta hrópum vér.
Lát hvítasunnu undra-megn
þá týndu frelsa’ í heimi hér,
frá himni send þitt náðarregn.
4. Eg bið þig guðdóms gæzkan blíð,
ó, gef mér tungu af eldi nú,
fyrst ástargjöfum ár og síð
jafn örlátlega miðlar þú.
5. Lát hvítasunnu helgan mátt
vort höfuð krýna eldi með,
svo um þig vitnum allir hátt
unz auglit þitt vér fáum séð.
Þýtt af 5. S.