Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 1
MÁNAÐARRIT
UM KRISTILEGAN SANNLEIKA OG TRÚARLÍF.
II. ár.
Reykjavík, maí 1!)05.
Nr. 3.
Hugleiðingasálmur.
(Crossley nr. 175).
Þegar sumarið endar og uppskeran þver,
en enginn nær lausnarans fund
og sólin af himninum horfin burt er
og hrifin burt frelsisins stund.
Kór:
:,:Þegar uppskeran endar og sumartíð sæl :,:
og son Guðs ei kallar þig meir.
2. Þá Guðs náð og elska ei ákallar þig,
sem undan dróst frelsisins stund,
þú harmandi ráfar um hörmungastig
ei herrann þér býður sinn fund.
3. Þá Guðs börnin öll hafa gleðinni náð
hjá Guði í hiœnanna vist,
þú angraður gengur með reikandi ráð
og ró hefur eilífa mist.
4. O, syndari íhuga eymd þína skjótt
sem að orðin Guðs forsmáðir traust;
þú villist og hrekst hér á hörmunganótt
og hræðist ei dómarans raust.
Varaðu þig á syndinni.
D æ m i s a g a.
Einn kaldan vetrardag stóð heiðursmaður nokkur við Nia-
garafoss, og hann sá örn setjast ofan á lamb, sem var
óautt og hafði frosið fast niður í stóran ísjaka, og örnin