Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 5

Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 5
T R Ú. 21 Hver sem útvegar 9 áskrifendur að þessum árgangi af ,Trú‘ og stendur skil á and- virðinu frá þeim i tæka tíð, fær 10. eintakið í sölulaun. hreinu og skæru í Guðs augum. Því svo stendur skrifað: „Ef þeir réttlátu naumast frelsast, hvað mun þá verða urn hina“. Varaðu þig því, kæri lesari, og vertu undirbúinn. Nýr vegur til að gefa. Einn heiðarlegur maður, vel þekktur af sínu mikla rikidæmi var eitt sinn spurður að, hve mikinn hiut af hans ríkidæmi hann væri vanur að gefa í Drottins þarfir. Hann sagði: „Eg veit ekki. Eg brúka eins mikið eins og kona, sem þykir svo indælt að brúka vel sæta rabarbaraskorpusteik. Hún lét eins mikinn sykur og hana langaði til. en þegar hún var búin að því, þá lét hún aftur augun, og lét svo fullan hnefa sinn í viðbót af sykri. Eg gef alt hvað mig langar til að gefa og svo tek eg handfylli mína og bæti því við, án þess að telja, hve mikið þar er. Gefur þú hið sama, kæri lesari ? Ef svo er, þá láttu það ekki lenda á röngum stað, því hið góða mun Drottinn endur- gjalda, annaðhvort í þessu lífi eða í upprisu hinna réttlátu. Til Guðs barna. Við verðum að fórnfæra okkar gamla manni til þess að geta orðið algerlega helguð, en við verðum að fórnfæra okk- ar nýja manni, nfl. okkur sjálfum, til að fá aðrar sálir helg- aðar, ef réttilega er unnið að verkinu.

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.