Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 7

Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 7
T R Ú . 23 um. Hann óttaðist, að rlóttir sín nií mundi vilja kveðja sig hinstu kveðju, því hann vissi, að henni, eigi síður en honum, var það Ijóst, að skilnaðarstundin var í nánd. Það var þvl með mestu áreynzlu og hjartasorg, að hann gat gengið inn aftur að banasæng sinnar elskulegu dóttur, og þyngst lá hon- um það á hjarta, að hann var ekki viss um, að þau mundu fá aftur að sjást í eilífðinni. Þegar hann kom inn að rúmi dótt- ur sinnar, settist hún upp til hálfs, greip um hönd honum og sagði í mjög hjartnæmum rómi: „Faðir minn, elskar þú mig?" „Mitt kæra barn", svaraði hann, „þú veizt, að ég elska þig meira en alt annað í heiminum". Dóttirin sputði hann þá í annað sinn: „Faðir minn, er það áreiðanlegt, elskar þú mig?" „Hvers vegna spyrðu mig svo itarlega um einmitt þetta atriði, barnið mitt", svaraði faðirinn; „hefi ég ekki í sann- leika sýnt þér, hve heitt ég ann þér?" Hin dauðvona dóttir spurði hann þá enn einu sinni: „Faðir rninn, elskar þú mig þá sannarlega?" Þegar nú faðirinn engu gat svarað framar, bætti hún við þessum orðum: „Eg veit að þú elskar mig, þú hefir ávalt verið mér góður og ástríkur faðir, og ég elska þig líka af öllu mínu hjarta. Viltu því uppfylla eina ósk mína og löngun, einustu og síðustu bæn þinnar deyjandi dóttur. Viltu veita mér hana?" „Kæra barnið mitt", svar- aði faðir hennar, „Hvað sem það kostar mig, þá skal bæn þín veitast þér“. Með veikum burðum reis hin dauðvona dóttir upp í rúmi sínu, leit mjög alvörugefin á föður sinn og mælti: „Kæri faðir, eg bið þig, talaðu aldrei framar illa um Jesús frá Nazaret". Föðurnum varð orðfall af undrun yfir þessari óvæntu bæn. Dóttirin hélt þá áfram og talaði með djúpri viðkvæmni: „Eg veit einungis alt of lítið um Jesús, því menn hafa elckert sagt mér um hann, en svo mikið veit eg þó, að hann er minn frelsari, og í veikindum mínum hefi eg lært að þekkja hann sem minn frelsara. Eg trúi því að hann geri mig sáluhólpna, þrátt fyrir það, þó eg hafi seint lært að þekkja hann og elska. Eg veit, að þegar eg dey, þá fæ eg að koma til hans, og vera honum sameinuð um eilífð. Gleym nú ekki þessari bæn minni, elsku faðir minn. Utvegaðu þér Nýatestamentið, því í gegnum það getur þú lært að þelckja Jesús sem þinn sama frelsara. Og nú, þegar ■ég er dáin, þá gefðu honum hjarta þitt og þá innilegu elsku, >

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.