Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 6

Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 6
22 T R Ú. Gyðingurinn. Saga. Fyrir mörgum árun) síðan kom útlendingur inn í kirkju eina í Anieríku um það bil sem prédikunin var að byrja, hann settist á stól nærri prestinum og hlustaði með eftirtekt á ræðuna. Presturinn tók eftir því, að maður þessi þurkaði oft tár af augum sér á meðan á prédikuninni stóð. Þegar guðsþjónustan var á enda, gekk presturinn til þessa nianns, heilsaði honum vingjarnlega og mælti: „Ef eg þekki rétt, þá eruð þér Gyðingur". Utlendingurinn kvað svo vera. Prest- urinn sagði þá ennfremur: „Má ég spyria: hvað hefir kom- ið yður til að hlusta á kristilega prédikun, þar sem þér eruð þó gyðingatrúarmaður?" „Það fáið þér að heyra, ef þér viljið hlusta á lítið ágrip af æfisögu minni", svaraði maður- inn, og er presturinn hafði látið hann skilja, að sér væri það kært, sagði þessi útlendingur það, sem hér á eftir kemur. Hann hafði, ekki alls fyrir löngu, mist konu sína, og síðan ásamt dóttur sinni flutt sig til Ameríku og sett sig þar niður í blómlegum landshluta við fljótið Ohió. Dóttir hans, sem var 17 ára gömul, hafði með frómlyndi sínu og hjartagæzku áunnið sér með réttu að heita elskuvert barn, •enda var hún sú eina af mönnum, sem faðir hennar setti alt sitt traust til, hann hafði líka lagt alt í sölurnar til þess, að hún mætti verða sem bezt upplýst, og lét meðal annars kenna henni að lesa og tala mörg tungumál; en framar öllu öðru hafði hann látið sér vera umhugað um að innræta henni trú- arbrögð feðra sinna, og gera henni þau sem hjartgrónust, nefnilega Gyðingatrúna. En heilsa þessarar ungu stúlku tók snemma að veiklast, kraftar hennar þverruðu, svo að hún varð að leggjast í rúmið. Margir læknar vóru sóttir til hennar, og þeir gerðu alt sitt bezta til að bæta heilsu henn- ar, en alt virtist árangurslaust. Það varð með degi hverjum augljósara, að veiki hennar mundi draga hana til dauða. Föður hennar langaði oft til að tala um dauðann við hana, en fyrir gráti og geðshræringum gat hann naumast komið upp einu orði. Einn dag hafði hann gengið frá henni út í garðinn, sem lá við húsið og ráfaði þar um grátandi. Að lítilli stundu liðinni sendi hin dauðsjúka dóttir boð eftir hon-

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.