Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 2

Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 2
i8 T R Ú . borðaði af freðna lambinu. En sem örnina dreif ofan eftir með straumnum nær fossinum, leit hún við og við upp, eins og hún vildi með því segja: „Mig drífur nær og nær því dauðans myrkri, en eg veit hvað eg er að gera, því eg ætla mér að fljúga í burtu og forða mér, áður en það verður of seint". Þegar hún var næstum komin að fossinum, þá hætti hún að næra sig á lambinu, og ætlaði að fljúga í burtu með sínum sterku vængjum, — en það varð of seint, því á með- an að hún hafði staðið með fótum sínum á kjöti lambsins, höfðu báðar fætur hennar frosið fastar við skrokkinn, sem var fastur í ísnum; svo nú reyndi hún með öllu móti að losa sig, °S barðist um með báðum vængjum sínum og skrækti. En það dugði ekki, því nú var jakinn að fara ofan af þeim dimma dauðans fossi og ofan í þá ólgandi iðu, sem er neð- an undir. Þetta er mynd af hverri sálu, sem leikur sér og heldur áfram í syndinni. Dálítið fyrir ofan þennan stóra foss, sem heitir Niagara, er stórt aðvörunarmerki, sem þessi orð eru skrifuð á: „Ef þú ferð hér niður fyrir, er útgert um þig". Hver og einn sem lendir ofan í þennan straum, og fer ofan í fossinn, lendir á stórgrýti, sem er niðri í vatninu undir honum. Ó I reyndu að vara þig, því þú ert að fara ofan í strauminn! Rétt fyrir neðan þig er — <*yðilegging, já, eilíf eyðilegging. Heyrirðu ekki nið fossins? Bráðum verðurðu eins og aumingja örnin, sem fraus fastur á báðum fótum, og reyndi að forða sér, en varð of sein, og tapaðist al- gerlega! Björgunarlínunni er fleygt út til þín, og hinn endinn er fastur um það eilffa bjarg, sem aldrei bifast að eilífu, sem er Jesús Kristur. Flýt þér nú og drag þig að landi, því þú getur máske ennþá frelsast frá allri þinni synd fyrir það dýr- mæta blóð Jesú Krists, ef þu kemur í einfaldri trú til hans. (Þýtt úr ensku).

x

Trú

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Trú
https://timarit.is/publication/514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.