Trú - 01.05.1905, Blaðsíða 8
24
T R Ú .
sem þú hefir borið til mín". — Meira gat hún ekki sagt,
því höfuðið hneig máttvana niður á koddann. — Faðirinn
var svo yfirkominn af sorg og undrun, að hann hafði ekki
þrek til að svara neinu og varð því að ganga út. Þegar
hann hafði áttað sig og fengið styrk til að ganga inn aftur,
var dóttir hans dáin og sál hennar komin til síns frelsara
Jesú, til þess eilíflega að vera umföðmuð af honum, sem hún svo
seint hafði lært að þekkja, en sem hún elskaði af öllu sínu hjarta.
Það fvrsta sem faðirinn gerði, eftir að hann hafði veitt
dóttur sinni heiðarlega útför, var það, að hann keypti sér
Nýatestamentið, og með annara tilsögn naut hann kristilegr-
ar uppfræðingar og leitaðist við að komast nær og nær sann-
leikanum. Guðs andi færði hann líka æ meir og meir til
fullkomnunar, og hann varð trúr fylgismaður þess frelsara,
sem hann áður svo lengi hafði fyrirlitið. (Þýtt).
■ l .
Misprentast hefir í síðasta blaði, bls. 12, 5. 1. a. n.
Post.gj. 22. kap. o s. frv. fyrir Opinberunarbók, og sömu-
leiðis á bls. 15, 16. 1. a. n. syslur sinniiyúr tengda-sysiur s\nn\.
Útsölumenn
að blaðinu „Trú“ eru:
A Seyðisfirði: Jónas O. Ogmundsson, Seyðisfjarðaröldu.
I Hafnarfirði: Gunnar Gunnarsson, Gunnarshúsi.
Á Akranesi: Jón Asmundsson, Miðengi.
I Hornafirði: Stefán Jónsson trésmiður, Reynivöllum.
í Tálknafirði: Wictoria Bjarnadóttir, Eysteinseyri.
í ísafjarðarsýslu : Ekkjan Elizabet Þorleifsdóttir Berjadalsá
á Snæfellsströnd.
Þessi auglýsing er sett til hjálpar fyrir þá, sem vanta kynnu
einstök númer af blaðinu eða gerast nýir kaupendur.
Síðar kemur nánari auglýsing um nýja útsölutnenn, sem
bætast við.
Þeir kaupendur, sem skipt hafa um bústað nú um
krossmessuna, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það sem
fyrst á Smiðjustíg 6.
Prentuð í prentsmiðju Þjúðólfs 1905.