Stjarnan - 01.01.1898, Page 35
BÚNAÐARMÁL.
UM FUGLARÆKT.
Fuglarækt er yðulega talin mjög svo þýð-
ingarlítil og arðlítil atvinnugrein landbóndans,
og opt álitin vera til meiri óþrifnaðar og leiðinda
en nokkuð annað. Og að það sé opt meira til að
geðjast kvennfólkinu, en til gagnsmuna fyrir heim-
ilið, að menn hafi t. a. m. hænsni eða aðra alifugla.
Og þess vegna er mjög sjaldgæft að menn geri sér
reikningslega grein fyrir kostnaði og ávinning við
alifuglarækt, sem þó er greinilega rangt, svo að
því er fuglarækt snertir sem allar aðrar starfs-
greinar landbúnaðarins.
Til þess að sýna hvaða þýðing að alifugla-
rækt getur haft sé hún viðunanlega stunduð, skulu
hér fram sett fáeixx atriði rem dæmi:
Eptir hagskýrslum Ohio-ríkis í Bandaríkjun.
um, þá eru í því ríki um 200,000 bændaheimili.
Til jafnaðar er talið að um 12 alifuglar séu á hverju
einu heimili, sumum ineira sumum minna — eða
samtals um 2,400,000 fuglar í ríkinu. Ef nú að 2
milliónir af þessari tölu eru hænur, og mun það
láta nærri, og gefi hver ein hæna af sér að meðal-
tali segjum að eins 60 egg til útsölu yfir sumarið
eða varptímann, sem þó er of lág áætlun, þá gerir