Stjarnan - 01.01.1898, Side 40

Stjarnan - 01.01.1898, Side 40
—38— hverri hænu um árið, í allra mesta lagi 56 pund af korni og um 17 pund af mélhrati (Shorts). En móti því gefur þá liver hæna af sér eptir þessu dæmi 86 egg yfii' árið (rúmlega 7 tylftir) og hverj- ar 2 hænur 1 framgenginn unga að auki. En afurðir af hverri hænu að meðáltali, munu vera sem næst 10 tylftir af eggjum, og 4—5 fram- gengnir ungar, í vanalegum tilfellum, ef hænsna- rækt er vel stunduð. Einnig er þess að gæta að hænsni þurfa miklu minna fóður að sumrinu, ef vel er í’úmt um þau, en ef þau eru króuð inni 4 litlu svæði eins og óbjákvæmilegt er að gera í bæjum. Það er þvi úti á landsbygðinni að hænsnarækt er arðmest, enda fellur opi, til ýmisiegt á bænda-heim- ilum úti á landi, sem getur orðið alifuglum til átu, en sem annars er enkis metið. Þar sem engin akuryrkja er, má spara sér mikið kornkaup til hænsnafóðurs, hæði með því að gefa þeim kartöflur og aðra garðávexti stappaða saman við méihrat í vatni, einnig með því að gefa hænsnum óblandaða nýmjólk til drykkjar í stað vatns eða vatnsblands, sömuleidis fisk- og ketleifar og a. þ. u. 1. Til sjós og sveita á fslandi ætti hænsnarækt að geta borgað sig engu síður en hér í landi og annarstaðar, og það til mikilla búbóta, ef vel væri á haldið, og er því vonandi að bændur, einnig heima, fari að gefa málefni þessu alvarlegar gaum en lnngað til.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.